Brennisteinslykt finnst í Skaftártungu

Rennslið í Skaftá eykst hraðar en í hlaupinu 2015 og ...
Rennslið í Skaftá eykst hraðar en í hlaupinu 2015 og hefur vatnið verið á undan áætlun. Ljósmynd/Auður Guðbjörnsdóttir

Skaftá hefur flætt yfir bakka sína við bæinn Búland í austanverðri Skaftártungu, töluvert á undan áætlun. Þegar mbl.is ræddi við Auði Guðbjörnsdóttur bónda á bænum átti hún von á að áin flæddi yfir bakka sína um tíuleytið í kvöld en ljóst að vatnsflaumurinn er á undan áætlun.

Auður segir að töluverð brennisteinslykt sé á svæðinu, en brennisteinsgös losna úr katlinum og streyma út samfara vatninu. Mælingamenn frá Veðurstofunni eru á leið í Hólaskjól til að mæla brennisteinsmengun en tilkynning barst frá mæli í sumarbústað á svæðinu.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er búið að rýma svæðið en hann segir björgunarsveitarmenn hafa gætt fyllstu varúðar og notast við gasgrímur.

Auður segir að fjölskyldan sé þó róleg enda engar eigur í hættu fyrir utan malarhaug, sem þau eiga og hefðu viljað bjarga áður en vatnið hrífur hann með sér. „Þegar fer að sjatna í ánni þurfum við líka að fylgjast með drullupyttunum,“ segir Auður en eftir síðasta hlaup átti fé það til að festast í aurnum.

Snappar frá hlaupinu

Auður er ættuð úr Dölunum og segir að Dalamenn séu spenntir fyrir hlaupinu enda ekki vanir sömu náttúruvám og Sunnlendingar; eldgosum, jarðskjálftum og nú hlaupum.

Hún er virk á Snapchat og snappar nú á aðganginum dalamenn sem hún deilir með bróður sínum, sem er í hálendisgæslu í Landmannalaugum, og annarri Dalakonu sem vinnur sem landvörður. „Það er um að gera fyrir þá sem vilja fylgjast með þessu að kíkja þangað.“ 

Búin að kveðja varnargarðinn

Varnargarður sem er á milli bæjarins og Skaftárdals og á að verja landið fyrir vatninu gaf sig í síðasta Skaftárhlaupi haustið 2015 og á Auður ekki von á öðru en að hann geri það aftur nú. „Regnvatnið hefur varla mátt aukast mikið, þá er farið að flæða yfir hann.“ Hún sé búin að kveðja varnargarðinn.

Það er fallegt um að litast í Búlandi.
Það er fallegt um að litast í Búlandi. Ljósmynd/Auður Guðbjörnsdóttir

Tvær brýr eru yfir Skaftá í dalnum og stóð sú eystri mjög tæpt eftir síðasta hlaup, laskaðist töluvert en stóð það þó af sér. Síðan þá hefur brúin verið endurbætt og steypt undir stöplana. Auður segir þó að það kæmi henni ekki á óvart ef brúin gæfi sig í hlaupinu sérstaklega ef krafturinn verður jafnmikill og hefur verið.

Fyrstu gögn frá Veður­stofu Íslands benda til þess að rennslis­aukn­ing Skaft­ár­hlaups sé meiri en í hlaupinu 2015 og braust vatn undan jöklinum á hádegi í dag, mörgum klukkutímum áður en búist hafði verið við því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »

Fólk geti búið heima eins lengi og kostur er

13:01 Heilbrigðisráðherra telur að brýnt sé að grípa til ýmissa aðgerða vegna hækkandi hlutfalls aldraðra. Meðal annars verði áhersla lögð á að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili með stuðningi og þeirri heilbrigðisþjónustu sem einstaklingur þarf á að halda. Meira »

„Ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig“

12:02 „Það þarf að huga að því að það er ekki nóg að geta séð fram fyrir sig,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aðalmeðferð í máli hjóna í febrúar

11:50 Aðalmeðferð í máli hjóna sem eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjaness 14. febrúar. Meira »

Leiguverð hækkaði um 46% á Suðurnesjum

11:16 Þegar leiguverð í desember 2017 er borið saman við leiguverð í desember 2018 sést 7,8% hækkun. Mesta breytingin var á leiguverði tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en það hækkaði um 46% á þessum tíma, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Meira »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...