Brennisteinslykt finnst í Skaftártungu

Rennslið í Skaftá eykst hraðar en í hlaupinu 2015 og ...
Rennslið í Skaftá eykst hraðar en í hlaupinu 2015 og hefur vatnið verið á undan áætlun. Ljósmynd/Auður Guðbjörnsdóttir

Skaftá hefur flætt yfir bakka sína við bæinn Búland í austanverðri Skaftártungu, töluvert á undan áætlun. Þegar mbl.is ræddi við Auði Guðbjörnsdóttur bónda á bænum átti hún von á að áin flæddi yfir bakka sína um tíuleytið í kvöld en ljóst að vatnsflaumurinn er á undan áætlun.

Auður segir að töluverð brennisteinslykt sé á svæðinu, en brennisteinsgös losna úr katlinum og streyma út samfara vatninu. Mælingamenn frá Veðurstofunni eru á leið í Hólaskjól til að mæla brennisteinsmengun en tilkynning barst frá mæli í sumarbústað á svæðinu.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er búið að rýma svæðið en hann segir björgunarsveitarmenn hafa gætt fyllstu varúðar og notast við gasgrímur.

Auður segir að fjölskyldan sé þó róleg enda engar eigur í hættu fyrir utan malarhaug, sem þau eiga og hefðu viljað bjarga áður en vatnið hrífur hann með sér. „Þegar fer að sjatna í ánni þurfum við líka að fylgjast með drullupyttunum,“ segir Auður en eftir síðasta hlaup átti fé það til að festast í aurnum.

Snappar frá hlaupinu

Auður er ættuð úr Dölunum og segir að Dalamenn séu spenntir fyrir hlaupinu enda ekki vanir sömu náttúruvám og Sunnlendingar; eldgosum, jarðskjálftum og nú hlaupum.

Hún er virk á Snapchat og snappar nú á aðganginum dalamenn sem hún deilir með bróður sínum, sem er í hálendisgæslu í Landmannalaugum, og annarri Dalakonu sem vinnur sem landvörður. „Það er um að gera fyrir þá sem vilja fylgjast með þessu að kíkja þangað.“ 

Búin að kveðja varnargarðinn

Varnargarður sem er á milli bæjarins og Skaftárdals og á að verja landið fyrir vatninu gaf sig í síðasta Skaftárhlaupi haustið 2015 og á Auður ekki von á öðru en að hann geri það aftur nú. „Regnvatnið hefur varla mátt aukast mikið, þá er farið að flæða yfir hann.“ Hún sé búin að kveðja varnargarðinn.

Það er fallegt um að litast í Búlandi.
Það er fallegt um að litast í Búlandi. Ljósmynd/Auður Guðbjörnsdóttir

Tvær brýr eru yfir Skaftá í dalnum og stóð sú eystri mjög tæpt eftir síðasta hlaup, laskaðist töluvert en stóð það þó af sér. Síðan þá hefur brúin verið endurbætt og steypt undir stöplana. Auður segir þó að það kæmi henni ekki á óvart ef brúin gæfi sig í hlaupinu sérstaklega ef krafturinn verður jafnmikill og hefur verið.

Fyrstu gögn frá Veður­stofu Íslands benda til þess að rennslis­aukn­ing Skaft­ár­hlaups sé meiri en í hlaupinu 2015 og braust vatn undan jöklinum á hádegi í dag, mörgum klukkutímum áður en búist hafði verið við því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnilega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

Óljóst hver á rústir herstöðvar

18:25 Fasteignir á Straumnesfjalli, sem eru rústir herstöðvar, eru ekki skráðar í fasteignaskrá og því er eignarhald þeirra ekki ljóst. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir, þingkonu VG. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

18:18 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Ásthildur sækist eftir formennsku

18:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna. Meira »

Settu upp „leikrit fyrir fjölmiðla“

17:23 „Þetta er í rauninni ótrúlegt og virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir fjölmiðla,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ganga út af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosfats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosfats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

13:39 Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »

Viku af „ólögmætum fundi“

13:13 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda sé ekki rétt staðið að boðun fundarins. Fulltrúar flokksins ákváðu að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

13:00 Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Kynnir hugmyndir um þjóðgarðastofnun

12:54 Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra funda víða um land til að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Bubbi ætlar ekki að áfrýja

12:50 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs gegn sér. RÚV hefur hins vegar ekki ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað, en Steinar bendir í yfirlýsingu á að sá frestur sem stofnunin hafði til að fara að tilmælum dómsins sé nú liðinn. Meira »

Náttúruöflin áþreifanleg í Hítardal

12:38 Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, segir óvissuna sem sprungan í Fagraskógarfjalli veldur vera óþægilega. Best væri, að hans sögn, ef hrunið færi af stað sem fyrst til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst eftir náttúruhamfarirnar 7. júlí. Meira »
Brunavarnir
Okkar hlutverk er að vera fremstir í forvirkum fyrirbyggjandi eldvörnum. Við vil...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...