Katrín Tanja í þriðja sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir stökk upp listann með sigrinum í dag.
Katrín Tanja Davíðsdóttir stökk upp listann með sigrinum í dag. Ljós­mynd/​Berg­lind Sig­munds­dótt­ir

Katrín Tanja Davíðsdótt­ir, hraust­asta kona heims árin 2016 og 2017, sigraði í níundu grein heims­leik­anna í cross­fit sem fram fara í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um um helg­ina og er nú í þriðja sæti.

Annie Mist Þórisdóttir, sem var í þriðja sæti fyrir greinina, lenti í 21. sæti í greininni.

Framan af greininni var mjótt í munum milli Katrínar Tönju og Anniear Mistar, sem fór vel af stað.

Spurð hvernig sé að undirbúa sig fyrir grein þar sem ekkert er gefið upp, hvorki fjöldi né tegund æfinga, sagði Katrín Tanja það vissulega vera svolítið ógnvekjandi. „Ég tekst þó á við þær af krafti, en passa mig að eiga smá eftir,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert