„Stundum eru hlutirnir ósanngjarnir“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur dregið sig úr keppni á heimsleikunum …
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur dregið sig úr keppni á heimsleikunum í crossfit vegna gamalla álagsmeiðsla í rifbeinum sem tóku sig upp. Ljósmynd/Crossfit Games

Erfið meiðsli sem Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð fyrir í byrjun árs, brákuð eða marin rifbein sögum álags, tóku sig upp á ný á heimsleikunum í crossfit sem fara fram um helgina. Sara hefur því dregið sig úr keppni eins og greint var frá seint í gærkvöldi.

„Stundum eru hlutirnir ósanngjarnir og fara ekki eins og lagt var upp með,“ skrifar Sara í langri færslu sem hún birtir á Instagram. Þar segir hún að hún hafi aldrei verið jafnundirbúin og fyrir leikana í ár. Þetta eru fjórðu heimsleikarnir sem Sara tekur þátt í og hefur hún aldrei lent neðar en í fjórða sæti.

Sometimes things are unfair and don´t go as planned☹️ _ I have never been as well prepared for the @CrossfitGames as I was this year but early on in the competition something happened and my ribs got really sore and bruised. I was in a bit of denial and decided to tough it out. In the "Marathon row" the pain went a way as soon as had hit 10 km, so I thought this couldn´t be that bad. Afterwards the pain got so much worse of course. I started Friday, still in denial, and after the "Clean and jerk ladder" pain killers had become my best friend. I decided to keep on pushing today regardless of all the alarm bells but once I started warming up for events 9 and 10 the pain had become so bad that I could not bend over to do a snatch or complete a muscle up on the bar. _ It is one of the hardest things I have ever had to do in my life but I have decided to withdraw from the competition due to a stress fracture injury on my rib. _ This desicion is made after a consultation with my coach and doctors. There was only one decision to be made, and as much as I hate the fact that I am not going to finish this competition I know that this is the only right way to proceed. _ I will give a better and more detailed explanation on all of this when I know more but one thing is for sure. I´ll be back!!! _ Love, Sara ❤️

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Aug 4, 2018 at 6:38pm PDT

Sara segir að hún hafi verið í töluverðri afneitun og að hún hafi ákveðið að fara í gegnum leikana á hörkunni. Hún fann fyrir óþægindum í rifbeinum strax á fyrsta keppnisdegi í maraþonróðrinum svokallaða þar sem keppendur þurftu að ljúka 42 kílómetrum á róðrarvél. „Verkurinn hvarf eftir tíu kílómetra svo ég hélt að þetta væri ekki svo slæmt,“ skrifar Sara.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var í 6. sæti um tíma áður …
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var í 6. sæti um tíma áður en hún þurfti að draga sig úr keppni á heimsleikunum í crossfit vegna meiðsla. Ljósmynd/Facebook

Afneitunin réð ríkjum

Verkurinn var svo aftur mjög slæmur en Sara hélt áfram keppni á föstudag, enn í afneitun. Hún þurfti hins vegar verkjalyf til að komast í gegnum keppnisdaginn og hóf hún einnig keppni í gær. Við undirbúning á níundu og tíundu keppnisgreininni sem fóru fram í gærkvöldi, þar sem keppendur þurftu að snara tveimur mismunandi þyngdum og gera tvenns konar upphífingar, varð Sara að láta staðar numið.

„Verkurinn var orðinn svo mikill að ég gat ekki beygt mig niður til að snara eða gera upphífingu á stönginni. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera á lífsleiðinni en ég hef ákveðið að draga mig úr keppni  vegna álagsmeiðsla í rifbeinum,“ skrifar Sara. Ákvörðunin var tekin í samráði við þjálfara hennar og lækna.

Sara segist miður sín yfir því að geta ekki lokið keppni en hún er sannfærð um eitt: Hún mun snúa aftur.

Í dag ræðst hverjir munu standa uppi sem hraustasti karl og kona heims þegar heimleikunum lýkur. Þrjár æfingar eru á dagskránni í dag en enn sem komið er hefur einungis verið tilkynnt um eina æfingu og hefst hún klukkan 15:20. Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert