Hlaut innvortis blæðingar eftir árás

Karlmaður um tvítugt var fluttur til Reykjavíkur með innvortis blæðingar …
Karlmaður um tvítugt var fluttur til Reykjavíkur með innvortis blæðingar eftir líkamsárás. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Karlmaður um tvítugt var fluttur um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til Reykjavíkur með innvortis blæðingar eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum. Gerandinn, sem er einnig karlmaður um tvítugt, játaði sök við yfirheyrslur hjá lögreglu og telst málið upplýst.

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir árásina hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudags en lögregla hafi ekki fengið tilkynningu um hana fyrr en daginn eftir. Árásin varð í bænum, en ekki í Herjólfsdal.

Frá Herjólfsdal í gærkvöldi.
Frá Herjólfsdal í gærkvöldi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þá komu upp þrjár líkamsárásir til viðbótar síðasta sólarhringinn í Vestmannaeyjum en þær eru allar minni háttar að sögn Jóhannesar. Einn gisti fangageymslur lögreglu vegna ölvunar og óspekta í Herjólfsdal. Ekki liggur fyrir hvort kynferðisbrot hafi átt sér stað á hátíðinni þar sem lögregla greinir ekki frá slíkum brotum fyrr en að hátíð lokinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert