Eitt kynferðisbrot einu broti of mikið

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir mikilvægt að kærleikurinn sé ...
Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir mikilvægt að kærleikurinn sé ríkjandi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ófeigur

Lögregluyfirvöld í umdæmum helstu áfangastaða Íslendinga um verslunarmannahelgina munu kappkosta að auka viðbúnað vegna kynferðisbrotamála sem og annarra málaflokka þessa helgina. Þá verður víða enn fremur aukið við forvarnir og gæslu til þess að sporna við því að slík mál komi upp. Þetta segja varðstjórar og yfirlögreglustjórar umdæmanna.

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Vestmannaeyjum, segir að eftirlit í Herjólfsdal verði með svipuðu sniði á þjóðhátíð um helgina og verið hefur síðustu ár. Þó sé ávallt miðað að því að gera betur ár hvert og því verði öryggismyndavélum fjölgað á svæðinu í ár. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en árið áður og bæta í,“ segir Jóhannes. Á svæðinu verða 28 lögreglumenn og annað gæslufólk á svæðinu verður um 200 talsins.

Morgunblaðið greindi frá því í dag að vinnulag lögreglunnar í Vestmannaeyjum við miðlun upplýsinga verði eins og síðustu þrjú ár þar sem allar upplýsingar um verkefni lögreglu verði veittar um leið og búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Kærleikurinn verði að vera til staðar

Undanfarin ár hefur þjóðhátíðarnefnd í samstarfi við lögregluna í Vestmannaeyjum unnið að átaki gegn kynferðisofbeldi sem er kallað „Bleiki fíllinn“. Með átakinu er reynt að vekja athygli á málaflokknum í því skyni að uppræta kynferðisbrot á hátíðinni. Jóhannes segir umræðuna mikilvæga í þessum efnum. „Umræðan er mikilvæg í baráttunni við kynferðisbrot, það má aldrei slá slöku við. En fyrst og fremst þarf þetta að vera fólkið sjálft, kærleikurinn verður að vera til staðar því eitt svona mál er einu máli of mikið ef það kemur upp.“ 

Á annað hundrað gæslufólks mun standa vaktina á þjóðhátíð í ...
Á annað hundrað gæslufólks mun standa vaktina á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. mbl.is/Ófeigur

Jóhannes segir þó alltaf vera markmiðið að engin slík mál komi upp. „Það er alltaf markmiðið og allir eru með samtakamátt og ósk um að svo verði.“

Hann segir jafnframt að lögreglan vinni í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, sálgæsluaðila og þjóðhátíðarnefnd að viðbrögðum við kynferðisafbrotum og m.a. sé boðið upp á áfallahjálp. „Við reynum að vanda okkur í þessu eins og við mögulega getum,“ segir Jóhannes.

Viðbragðsferlar skýrir fyrir helgina

Á Akureyri og Ísafirði er jafnframt unnið náið með heilbrigðisyfirvöldum og verkferlar skýrir í tengslum við mál sem þessi. Lögreglumenn segja alla viðbragðsaðila reiðubúna til þess að bregðast við þeim málum sem kunna að koma upp um helgina. Á Akureyri vinnur lögregla jafnframt náið með Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, að því að allt fari sem best fram.  

Á Ísafirði, þar sem mýrarboltinn mun fara fram um helgina, er rannsóknardeild á bakvakt og fylgst með málaflokknum í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Hlynur Hafberg Snorrason varðstjóri segir lögreglumenn á Ísafirði meðvitaða um hættu á brotunum og því séu verkferlar skýrir hvað varðar viðbrögð við brotum. „Það þurfa allir að vera á varðbergi,“ segir Hlynur.

Dyrnar standa opnar um og eftir verslunarmannahelgi

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að samtökin verði ekki með viðveru á neinum hátíðum þessa helgina frekar en fyrri ár en móttakan standi opin þolendum kynferðisofbeldis.

Á síðasta ári leituðu um 20 manns til samtakanna dagana eftir verslunarmannahelgi. „Við höfum ekki verið með vaktir á útihátíðum. Við hins vegar tökum á móti fólki eftir verslunarmannahelgina og vonum að það sé viðbúnaður á öllum stöðum, áfallahjálp og öryggi sé sem mest. Við tökum við öllu því fólki sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún. 

Þá er neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis opin allan sólarhringinn á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. 

mbl.is

Innlent »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkistjórnin í spennitreyju“

17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...