Eitt kynferðisbrot einu broti of mikið

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir mikilvægt að kærleikurinn sé ...
Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir mikilvægt að kærleikurinn sé ríkjandi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ófeigur

Lögregluyfirvöld í umdæmum helstu áfangastaða Íslendinga um verslunarmannahelgina munu kappkosta að auka viðbúnað vegna kynferðisbrotamála sem og annarra málaflokka þessa helgina. Þá verður víða enn fremur aukið við forvarnir og gæslu til þess að sporna við því að slík mál komi upp. Þetta segja varðstjórar og yfirlögreglustjórar umdæmanna.

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Vestmannaeyjum, segir að eftirlit í Herjólfsdal verði með svipuðu sniði á þjóðhátíð um helgina og verið hefur síðustu ár. Þó sé ávallt miðað að því að gera betur ár hvert og því verði öryggismyndavélum fjölgað á svæðinu í ár. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en árið áður og bæta í,“ segir Jóhannes. Á svæðinu verða 28 lögreglumenn og annað gæslufólk á svæðinu verður um 200 talsins.

Morgunblaðið greindi frá því í dag að vinnulag lögreglunnar í Vestmannaeyjum við miðlun upplýsinga verði eins og síðustu þrjú ár þar sem allar upplýsingar um verkefni lögreglu verði veittar um leið og búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Kærleikurinn verði að vera til staðar

Undanfarin ár hefur þjóðhátíðarnefnd í samstarfi við lögregluna í Vestmannaeyjum unnið að átaki gegn kynferðisofbeldi sem er kallað „Bleiki fíllinn“. Með átakinu er reynt að vekja athygli á málaflokknum í því skyni að uppræta kynferðisbrot á hátíðinni. Jóhannes segir umræðuna mikilvæga í þessum efnum. „Umræðan er mikilvæg í baráttunni við kynferðisbrot, það má aldrei slá slöku við. En fyrst og fremst þarf þetta að vera fólkið sjálft, kærleikurinn verður að vera til staðar því eitt svona mál er einu máli of mikið ef það kemur upp.“ 

Á annað hundrað gæslufólks mun standa vaktina á þjóðhátíð í ...
Á annað hundrað gæslufólks mun standa vaktina á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. mbl.is/Ófeigur

Jóhannes segir þó alltaf vera markmiðið að engin slík mál komi upp. „Það er alltaf markmiðið og allir eru með samtakamátt og ósk um að svo verði.“

Hann segir jafnframt að lögreglan vinni í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, sálgæsluaðila og þjóðhátíðarnefnd að viðbrögðum við kynferðisafbrotum og m.a. sé boðið upp á áfallahjálp. „Við reynum að vanda okkur í þessu eins og við mögulega getum,“ segir Jóhannes.

Viðbragðsferlar skýrir fyrir helgina

Á Akureyri og Ísafirði er jafnframt unnið náið með heilbrigðisyfirvöldum og verkferlar skýrir í tengslum við mál sem þessi. Lögreglumenn segja alla viðbragðsaðila reiðubúna til þess að bregðast við þeim málum sem kunna að koma upp um helgina. Á Akureyri vinnur lögregla jafnframt náið með Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, að því að allt fari sem best fram.  

Á Ísafirði, þar sem mýrarboltinn mun fara fram um helgina, er rannsóknardeild á bakvakt og fylgst með málaflokknum í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Hlynur Hafberg Snorrason varðstjóri segir lögreglumenn á Ísafirði meðvitaða um hættu á brotunum og því séu verkferlar skýrir hvað varðar viðbrögð við brotum. „Það þurfa allir að vera á varðbergi,“ segir Hlynur.

Dyrnar standa opnar um og eftir verslunarmannahelgi

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að samtökin verði ekki með viðveru á neinum hátíðum þessa helgina frekar en fyrri ár en móttakan standi opin þolendum kynferðisofbeldis.

Á síðasta ári leituðu um 20 manns til samtakanna dagana eftir verslunarmannahelgi. „Við höfum ekki verið með vaktir á útihátíðum. Við hins vegar tökum á móti fólki eftir verslunarmannahelgina og vonum að það sé viðbúnaður á öllum stöðum, áfallahjálp og öryggi sé sem mest. Við tökum við öllu því fólki sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún. 

Þá er neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis opin allan sólarhringinn á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. 

mbl.is

Innlent »

Rannsókn hefst í fyrramálið

Í gær, 21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

Í gær, 21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

Í gær, 21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

Í gær, 20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

Í gær, 19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

Í gær, 19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Í gær, 19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

Í gær, 18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

Í gær, 17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

Í gær, 17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

Í gær, 16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

Í gær, 15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

Í gær, 15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

Í gær, 14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

Í gær, 13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

Í gær, 13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

Í gær, 12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

Í gær, 12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

Í gær, 11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...