„Vinnum að því að verða best“

Katrín Tanja lenti á verðlaunapalli á crossfit-leikunum í þriðja sinn …
Katrín Tanja lenti á verðlaunapalli á crossfit-leikunum í þriðja sinn í ár. Ljósmynd/Facebook

Katrín Tanja Davíðsdótt­ir endaði í þriðja sæti á heims­leik­un­um í cross­fit og náði bestum árangri af þeim Íslendingum sem kepptu á mótinu. Hún segist stolt, glöð og þakklát eftir leikana en einnig hungruð í að verða enn betri, enda vinni hún að því að verða best. 

Katrín Tanja birti færslu á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hún segist stolt af þeirri miklu vinnu og einbeitingu sem hún og hennar teymi lögðu í þjálfun fyrir keppnina á hverjum einasta degi. Með færslunni birtir hún myndir af sér ásamt þjálfara sínum, fjölskyldu og vandamönnum sem studdu hana á leikunum sjálfum og í aðdraganda þeirra. 

Hún segist glöð yfir að hún og hennar teymi hafi notið undirbúningsins eins mikið og þau hafi notið kastljóssins á heimsleikunum og að þau kveðji nú tímabilið með hjörtun full af ótrúlegum minningum. 

„Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska mest með fólkinu sem mér þykir vænst um í heiminum. Að ég fái að deila ferðalaginu með ykkur öllum og með því gefi ég öðrum innblástur til þess að verða betri útgáfa af sjálfum sér,“ skrifar Katrín Tanja. 

Þá segist hún vera hungruð í að verða betri. „Við vinnum að því að vera best og við viljum verða best,“ segir hún.

Hún segir að þau hafi mætt á leikana í ár eins góð og þau gátu orðið á þeirri stundu en að hún eigi mikið inni. Því segist hún spennt fyrir að takast á við meiri vinnu í átt að takmarkinu. 

Hún þakkar hún öllum sínum bakhjörlum, þjálfurum, fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning og hvatningu. 

Hér má sjá færslu Katrínar Tönju í heild

PROUD: of the hard work, the focus, commitment, effort & belief we put into this every . single . day. 💥❤️ - HAPPY: that we enjoy this journey. That we love the preparation as much as we love the bright lights & we walk away from this season with a heart full of incredible memories. 🌟☺️💫 - THANKFUL: that I have this opportunity to do what I love most with the people I care about most in this world. That I get to share my journey with all of you guys & through it all inspire others to be a better version of themselves. The time, effort & love my coaches put into me every single day & the support my family & friends show me throughout the whole year. I really don’t know WHO or WHERE I would be without them .. 💕🦋😍🙏🏼 - HUNGRY: to get better. We work to become the BEST & we want to be the best. We showed up the best we could be in THIS MOMENT .. but there is so much work to be done that I am excited to build upon! Nr1: get so STRONG! 🔥🐯🐕🛷 - Here is to MY TEAM! I feel like I am the luckiest girl in the world.💥❤️ My coach: @benbergeron (@comptrain.co), my endurance coach @hinshaw363 (@aerobiccapacity), my agent @okeefmr (& my @sammymoniz ofc!), my FAMILY (thank you @wowair for getting them all to me!) & my Bergeron’s <3 & my best friends & my nutritionist @adeecazayoux & penpal (those who know .. know hehehe) & all of you supporting & cheering for me. I love you all. xoxo - &&&& last but not least all of my sponsors who allow me to do this! I am forever thankful & proud to be a part of these companies! @reebok, @roguefitness, @ascent_protein, @zevia who all stand for HARD WORK & the never ending journey towards becoming the best version of ourselves. ❤️

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 7, 2018 at 1:07pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert