Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

Frá Þingvöllum.
Frá Þingvöllum.

Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.

„Leitað er að atorkusömum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi með góða hæfni í mannlegum samskiptum,“ segir í auglýsingu Þingvallanefndar sem ræður í starfið í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst og verður ráðið í starfið frá 1. október.

Einar E. Sæmundsson, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, var ráðinn þjóðgarðsvörður til eins árs í fyrra þegar Ólafur Örn Haraldsson hætti störfum aldurs vegna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert