Andlega erfið hlaupaleið

Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í gær, segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið eins og best væri á kosið. Arnar kom í mark á tímanum 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoni á íslenskri grundu.

„Ég var með mjög stuttan og snarpan undirbúning fyrir þetta og var í rauninni bara búinn að vera að æfa síðan í júní og bara taka eina alvöru maraþon-æfingu fyrir þetta,“ segir Arnar, sem hefur verið meira að einbeita sér að hraðaæfingum í sumar.

„Miðað við svona stuttan undirbúning gæti ég ekki verið sáttari með að bæta tímann minn í Reykjavíkurmaraþoni um eina og hálfa mínútu frá í fyrra og að vera á besta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu.“

Hann hefur gaman af því að hafa náð þeim árangri og segir að það geti verið mjög krefjandi að hlaupa á Íslandi. Í gær hafi til dæmis verið „alveg góður vindur“, sem telur.

Sá lítið til þeirra tveggja efstu

Arnar varð Íslandsmeistari í maraþoni með því að koma fyrstur í mark í gær, en tveir erlendir hlauparar komu á undan honum í mark, þeir Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum og Peter Jenkei frá Ungverjalandi.

„Þeir voru tveir þarna mjög sterkir, annar átti 2:18 sem sinn besta tíma og hinn átti 2:20,“ segir Arnar, sem sjálfur hefur hraðast hlaupið á 2:24:13, en það gerði hann í Hamborg í Þýskalandi í apríl síðastliðnum.

Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. mbl.is/Valli

„Þeir fóru gríðarlega hratt af stað og maður sá þá ekkert, en ég síðan endaði á að hlaupa síðustu 12 kílómetrana hraðast af öllum í hlaupinu, þannig að ef maður hefði byrjað fyrr og vitað að þeir voru að deyja síðustu kílómetrana og farið væri að hægjast á þeim, þá hefði maður kannski byrjað fyrr að keyra upp hraðann. En ég vissi ekkert hversu langt var í þá,“ segir Arnar léttur.

Í hlaupinu var hann lengi samhliða danska hlauparanum Michael Jeppesen, sem endaði í fjórða sæti, en hafði hann á seinustu kílómetrunum. Arnar hljóp fyrri hluta hlaupsins hraðar en þann síðari, enda var erfiður mótvindur á síðari hlutanum.

„Við fórum fyrri hlutann alveg nokkuð rösklega, fyrsta kílómetrann tók ég á 3 mínútum og 10 sekúndum, sem er alveg helvíti hratt, en síðan var mótvindur frá Fossvoginum og alveg út á Seltjarnarnes, 12 kílómetra kafli frá kílómetra 23 og upp í 35, þannig að seinni hlutinn var mun erfiðari og ég held að allir hafi hlaupið hægar seinni hlutann, því hann er bara erfiðari í þessari braut. En fyrir mig var þetta bara „perfect“ þannig séð, því maður nær að auka [hraðann] síðustu kílómetrana og kemur á sprettinum í mark,“ segir Arnar.

Hlaupaleiðin andlega erfið

Hann segir að sér hafi liðið vel í líkamanum í hlaupinu og eftir að það kláraðist. Núna, daginn eftir hlaup, segist hann líka vera í toppmálum.

„Það er alltaf smá svona óvissa með maraþon, maður veit aldrei hvernig líkaminn kemur út úr því. Það er alltaf eitthvert vöðvaniðurbrot sem verður, en það eru ekki einhverjir „major“ verkir eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar hress.

Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“, segir Arnar, spurður um það hvernig upplifun það sé fyrir hlaupara að taka þátt í þessu hlaupi miðað við stór hlaup á erlendri grundu.

Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri ...
Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri eru að hvetja maraþonhlauparana á löngum köflum brautarinnar. mbl.is/Valli

„Þú hleypur fyrri hlutann á götu og svo er seinni hlutinn allur á gangstígum. Það hefur vantað svolítið upp á hvatninguna í Fossvoginum og út í Nauthólsvíkina og þar,“ segir Arnar. Hann segist hafa nefnt það atriði sérstaklega á fundum með Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íslandsbanka um atriði sem mættu betur fara í brautinni. Hann segir „ógeðslega gaman“ að vita að skipuleggjendur hlaupsins séu með metnað fyrir því að gera sífellt betur og gera Reykjavíkurmaraþonið að hlaupi í líkingu við það sem best gerist erlendis.

„Stór hluti af því er að hvatningin og upplifun hlauparanna í maraþoninu verði sem best og þar verði áframhaldandi bæting á. Núna var sér marksvæði fyrir hlauparana í maraþoni og hálfmaraþoni og boðið upp á nudd eftir hlaupið, sem var ógeðslega töff og þekkist í þessum stóru erlendu maraþonum, svo þetta er alltaf að verða meira og meira í líkingu við það sem þekkist erlendis,“ segir Arnar.

„Þessir tveir gæjar sem komu í mark á undan mér eru örugglega með betri hlaupurum sem hafa komið að hlaupa í þessu hlaupi. Ég held að tíminn minn hefði nægt til að vinna þetta hlaup í 18 af síðustu 20 skiptum eða eitthvað, þannig að það er mjög gaman að sjá að þetta er að laða að sterka hlaupara.“

mbl.is

Innlent »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 206,000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...