Andlega erfið hlaupaleið

Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í gær, segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið eins og best væri á kosið. Arnar kom í mark á tímanum 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoni á íslenskri grundu.

„Ég var með mjög stuttan og snarpan undirbúning fyrir þetta og var í rauninni bara búinn að vera að æfa síðan í júní og bara taka eina alvöru maraþon-æfingu fyrir þetta,“ segir Arnar, sem hefur verið meira að einbeita sér að hraðaæfingum í sumar.

„Miðað við svona stuttan undirbúning gæti ég ekki verið sáttari með að bæta tímann minn í Reykjavíkurmaraþoni um eina og hálfa mínútu frá í fyrra og að vera á besta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu.“

Hann hefur gaman af því að hafa náð þeim árangri og segir að það geti verið mjög krefjandi að hlaupa á Íslandi. Í gær hafi til dæmis verið „alveg góður vindur“, sem telur.

Sá lítið til þeirra tveggja efstu

Arnar varð Íslandsmeistari í maraþoni með því að koma fyrstur í mark í gær, en tveir erlendir hlauparar komu á undan honum í mark, þeir Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum og Peter Jenkei frá Ungverjalandi.

„Þeir voru tveir þarna mjög sterkir, annar átti 2:18 sem sinn besta tíma og hinn átti 2:20,“ segir Arnar, sem sjálfur hefur hraðast hlaupið á 2:24:13, en það gerði hann í Hamborg í Þýskalandi í apríl síðastliðnum.

Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. mbl.is/Valli

„Þeir fóru gríðarlega hratt af stað og maður sá þá ekkert, en ég síðan endaði á að hlaupa síðustu 12 kílómetrana hraðast af öllum í hlaupinu, þannig að ef maður hefði byrjað fyrr og vitað að þeir voru að deyja síðustu kílómetrana og farið væri að hægjast á þeim, þá hefði maður kannski byrjað fyrr að keyra upp hraðann. En ég vissi ekkert hversu langt var í þá,“ segir Arnar léttur.

Í hlaupinu var hann lengi samhliða danska hlauparanum Michael Jeppesen, sem endaði í fjórða sæti, en hafði hann á seinustu kílómetrunum. Arnar hljóp fyrri hluta hlaupsins hraðar en þann síðari, enda var erfiður mótvindur á síðari hlutanum.

„Við fórum fyrri hlutann alveg nokkuð rösklega, fyrsta kílómetrann tók ég á 3 mínútum og 10 sekúndum, sem er alveg helvíti hratt, en síðan var mótvindur frá Fossvoginum og alveg út á Seltjarnarnes, 12 kílómetra kafli frá kílómetra 23 og upp í 35, þannig að seinni hlutinn var mun erfiðari og ég held að allir hafi hlaupið hægar seinni hlutann, því hann er bara erfiðari í þessari braut. En fyrir mig var þetta bara „perfect“ þannig séð, því maður nær að auka [hraðann] síðustu kílómetrana og kemur á sprettinum í mark,“ segir Arnar.

Hlaupaleiðin andlega erfið

Hann segir að sér hafi liðið vel í líkamanum í hlaupinu og eftir að það kláraðist. Núna, daginn eftir hlaup, segist hann líka vera í toppmálum.

„Það er alltaf smá svona óvissa með maraþon, maður veit aldrei hvernig líkaminn kemur út úr því. Það er alltaf eitthvert vöðvaniðurbrot sem verður, en það eru ekki einhverjir „major“ verkir eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar hress.

Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“, segir Arnar, spurður um það hvernig upplifun það sé fyrir hlaupara að taka þátt í þessu hlaupi miðað við stór hlaup á erlendri grundu.

Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri ...
Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri eru að hvetja maraþonhlauparana á löngum köflum brautarinnar. mbl.is/Valli

„Þú hleypur fyrri hlutann á götu og svo er seinni hlutinn allur á gangstígum. Það hefur vantað svolítið upp á hvatninguna í Fossvoginum og út í Nauthólsvíkina og þar,“ segir Arnar. Hann segist hafa nefnt það atriði sérstaklega á fundum með Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íslandsbanka um atriði sem mættu betur fara í brautinni. Hann segir „ógeðslega gaman“ að vita að skipuleggjendur hlaupsins séu með metnað fyrir því að gera sífellt betur og gera Reykjavíkurmaraþonið að hlaupi í líkingu við það sem best gerist erlendis.

„Stór hluti af því er að hvatningin og upplifun hlauparanna í maraþoninu verði sem best og þar verði áframhaldandi bæting á. Núna var sér marksvæði fyrir hlauparana í maraþoni og hálfmaraþoni og boðið upp á nudd eftir hlaupið, sem var ógeðslega töff og þekkist í þessum stóru erlendu maraþonum, svo þetta er alltaf að verða meira og meira í líkingu við það sem þekkist erlendis,“ segir Arnar.

„Þessir tveir gæjar sem komu í mark á undan mér eru örugglega með betri hlaupurum sem hafa komið að hlaupa í þessu hlaupi. Ég held að tíminn minn hefði nægt til að vinna þetta hlaup í 18 af síðustu 20 skiptum eða eitthvað, þannig að það er mjög gaman að sjá að þetta er að laða að sterka hlaupara.“

mbl.is

Innlent »

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Fiskvagninn í sigurför til Malmö

Í gær, 21:56 Fish and Chips-vagninn fór með sigur af hólmi í Götubitakepninni sem haldin var um helgina á Miðbakkanum í Reykjavík. Vagninn heldur til Malmö í Svíþjóð í september til að keppa á alþjóðlegri götubitahátíð. Meira »

Engin atlaga að einokun ISNIC

Í gær, 20:12 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hafa verið mistök á sínum tíma þegar félagið ISNIC, eini útgefandi .is-léna, var einkavætt. Fyrirtækið starfi á einokunarmarkaði í skjóli einkaréttar. Meira »

Úr sjónum í ruslið

Í gær, 19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Í gær, 18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

Í gær, 18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

Í gær, 17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »

Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

Í gær, 16:40 Farþegarnir 450.000 sem komu með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra greiddu ekki virðisauka eða gistináttaskatt. Verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vill sjá breytingu þar á. Meira »

Heitir reitir í boði ESB

Í gær, 16:32 Evrópusambandið afhenti í gær þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar 15.000 evra styrk, um 2,1 milljónar króna, til uppsetningar á heitum reitum víðsvegar um borgina. Munu borgarbúar bráðum geta tengst þráðlausu neti á opnum stöðum í borgarlandinu í boði Evrópusambandsins. Meira »

„Í góðum gír þrátt fyrir veðrið“

Í gær, 15:15 „Hátíðin hefur gengið rosalega vel og fólk verið í góðum gír og góðu yfirlæti þrátt fyrir veðrið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra listahátíðarinnar LungA sem fram fór á Seyðisfirði í vikunni. Meira »

„Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“

Í gær, 15:00 Systkinunum Hrafni og Elísabetu Jökulsbörnum hafa borist ýmsar hótanir vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Ljótustu ummælin sem þeim hafa borist birti Hrafn á Facebook-síðu sinni, en þau hljóða svo. „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi [sic].“ Meira »

Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng

Í gær, 14:45 Hugsanlega kæmi til greina að ákvörðun um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn til Evrópu yrði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Lénið .is mikilvægur innviður samfélagsins

Í gær, 14:30 Ríkisstjórn Íslands hefur áform um að leggja fram frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is, en hvergi er minnst á lén í íslenskum lögum eins og þau standa í dag. Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði en hafa þær ekki náð fram að ganga. Meira »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

Í gær, 13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

Í gær, 13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

Í gær, 12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

Í gær, 12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

Í gær, 12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

Í gær, 11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
til sölu nokkrar fágætar bækur
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...