Andlega erfið hlaupaleið

Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í gær, segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið eins og best væri á kosið. Arnar kom í mark á tímanum 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoni á íslenskri grundu.

„Ég var með mjög stuttan og snarpan undirbúning fyrir þetta og var í rauninni bara búinn að vera að æfa síðan í júní og bara taka eina alvöru maraþon-æfingu fyrir þetta,“ segir Arnar, sem hefur verið meira að einbeita sér að hraðaæfingum í sumar.

„Miðað við svona stuttan undirbúning gæti ég ekki verið sáttari með að bæta tímann minn í Reykjavíkurmaraþoni um eina og hálfa mínútu frá í fyrra og að vera á besta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu.“

Hann hefur gaman af því að hafa náð þeim árangri og segir að það geti verið mjög krefjandi að hlaupa á Íslandi. Í gær hafi til dæmis verið „alveg góður vindur“, sem telur.

Sá lítið til þeirra tveggja efstu

Arnar varð Íslandsmeistari í maraþoni með því að koma fyrstur í mark í gær, en tveir erlendir hlauparar komu á undan honum í mark, þeir Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum og Peter Jenkei frá Ungverjalandi.

„Þeir voru tveir þarna mjög sterkir, annar átti 2:18 sem sinn besta tíma og hinn átti 2:20,“ segir Arnar, sem sjálfur hefur hraðast hlaupið á 2:24:13, en það gerði hann í Hamborg í Þýskalandi í apríl síðastliðnum.

Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. mbl.is/Valli

„Þeir fóru gríðarlega hratt af stað og maður sá þá ekkert, en ég síðan endaði á að hlaupa síðustu 12 kílómetrana hraðast af öllum í hlaupinu, þannig að ef maður hefði byrjað fyrr og vitað að þeir voru að deyja síðustu kílómetrana og farið væri að hægjast á þeim, þá hefði maður kannski byrjað fyrr að keyra upp hraðann. En ég vissi ekkert hversu langt var í þá,“ segir Arnar léttur.

Í hlaupinu var hann lengi samhliða danska hlauparanum Michael Jeppesen, sem endaði í fjórða sæti, en hafði hann á seinustu kílómetrunum. Arnar hljóp fyrri hluta hlaupsins hraðar en þann síðari, enda var erfiður mótvindur á síðari hlutanum.

„Við fórum fyrri hlutann alveg nokkuð rösklega, fyrsta kílómetrann tók ég á 3 mínútum og 10 sekúndum, sem er alveg helvíti hratt, en síðan var mótvindur frá Fossvoginum og alveg út á Seltjarnarnes, 12 kílómetra kafli frá kílómetra 23 og upp í 35, þannig að seinni hlutinn var mun erfiðari og ég held að allir hafi hlaupið hægar seinni hlutann, því hann er bara erfiðari í þessari braut. En fyrir mig var þetta bara „perfect“ þannig séð, því maður nær að auka [hraðann] síðustu kílómetrana og kemur á sprettinum í mark,“ segir Arnar.

Hlaupaleiðin andlega erfið

Hann segir að sér hafi liðið vel í líkamanum í hlaupinu og eftir að það kláraðist. Núna, daginn eftir hlaup, segist hann líka vera í toppmálum.

„Það er alltaf smá svona óvissa með maraþon, maður veit aldrei hvernig líkaminn kemur út úr því. Það er alltaf eitthvert vöðvaniðurbrot sem verður, en það eru ekki einhverjir „major“ verkir eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar hress.

Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“, segir Arnar, spurður um það hvernig upplifun það sé fyrir hlaupara að taka þátt í þessu hlaupi miðað við stór hlaup á erlendri grundu.

Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri ...
Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri eru að hvetja maraþonhlauparana á löngum köflum brautarinnar. mbl.is/Valli

„Þú hleypur fyrri hlutann á götu og svo er seinni hlutinn allur á gangstígum. Það hefur vantað svolítið upp á hvatninguna í Fossvoginum og út í Nauthólsvíkina og þar,“ segir Arnar. Hann segist hafa nefnt það atriði sérstaklega á fundum með Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íslandsbanka um atriði sem mættu betur fara í brautinni. Hann segir „ógeðslega gaman“ að vita að skipuleggjendur hlaupsins séu með metnað fyrir því að gera sífellt betur og gera Reykjavíkurmaraþonið að hlaupi í líkingu við það sem best gerist erlendis.

„Stór hluti af því er að hvatningin og upplifun hlauparanna í maraþoninu verði sem best og þar verði áframhaldandi bæting á. Núna var sér marksvæði fyrir hlauparana í maraþoni og hálfmaraþoni og boðið upp á nudd eftir hlaupið, sem var ógeðslega töff og þekkist í þessum stóru erlendu maraþonum, svo þetta er alltaf að verða meira og meira í líkingu við það sem þekkist erlendis,“ segir Arnar.

„Þessir tveir gæjar sem komu í mark á undan mér eru örugglega með betri hlaupurum sem hafa komið að hlaupa í þessu hlaupi. Ég held að tíminn minn hefði nægt til að vinna þetta hlaup í 18 af síðustu 20 skiptum eða eitthvað, þannig að það er mjög gaman að sjá að þetta er að laða að sterka hlaupara.“

mbl.is

Innlent »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus spurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfis skyldar framkvæmdir krefjast þess að hafa löggildan byggin...