Andlega erfið hlaupaleið

Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Arnar kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í gær, segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið eins og best væri á kosið. Arnar kom í mark á tímanum 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoni á íslenskri grundu.

„Ég var með mjög stuttan og snarpan undirbúning fyrir þetta og var í rauninni bara búinn að vera að æfa síðan í júní og bara taka eina alvöru maraþon-æfingu fyrir þetta,“ segir Arnar, sem hefur verið meira að einbeita sér að hraðaæfingum í sumar.

„Miðað við svona stuttan undirbúning gæti ég ekki verið sáttari með að bæta tímann minn í Reykjavíkurmaraþoni um eina og hálfa mínútu frá í fyrra og að vera á besta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu.“

Hann hefur gaman af því að hafa náð þeim árangri og segir að það geti verið mjög krefjandi að hlaupa á Íslandi. Í gær hafi til dæmis verið „alveg góður vindur“, sem telur.

Sá lítið til þeirra tveggja efstu

Arnar varð Íslandsmeistari í maraþoni með því að koma fyrstur í mark í gær, en tveir erlendir hlauparar komu á undan honum í mark, þeir Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum og Peter Jenkei frá Ungverjalandi.

„Þeir voru tveir þarna mjög sterkir, annar átti 2:18 sem sinn besta tíma og hinn átti 2:20,“ segir Arnar, sem sjálfur hefur hraðast hlaupið á 2:24:13, en það gerði hann í Hamborg í Þýskalandi í apríl síðastliðnum.

Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær.
Frá endamarki í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. mbl.is/Valli

„Þeir fóru gríðarlega hratt af stað og maður sá þá ekkert, en ég síðan endaði á að hlaupa síðustu 12 kílómetrana hraðast af öllum í hlaupinu, þannig að ef maður hefði byrjað fyrr og vitað að þeir voru að deyja síðustu kílómetrana og farið væri að hægjast á þeim, þá hefði maður kannski byrjað fyrr að keyra upp hraðann. En ég vissi ekkert hversu langt var í þá,“ segir Arnar léttur.

Í hlaupinu var hann lengi samhliða danska hlauparanum Michael Jeppesen, sem endaði í fjórða sæti, en hafði hann á seinustu kílómetrunum. Arnar hljóp fyrri hluta hlaupsins hraðar en þann síðari, enda var erfiður mótvindur á síðari hlutanum.

„Við fórum fyrri hlutann alveg nokkuð rösklega, fyrsta kílómetrann tók ég á 3 mínútum og 10 sekúndum, sem er alveg helvíti hratt, en síðan var mótvindur frá Fossvoginum og alveg út á Seltjarnarnes, 12 kílómetra kafli frá kílómetra 23 og upp í 35, þannig að seinni hlutinn var mun erfiðari og ég held að allir hafi hlaupið hægar seinni hlutann, því hann er bara erfiðari í þessari braut. En fyrir mig var þetta bara „perfect“ þannig séð, því maður nær að auka [hraðann] síðustu kílómetrana og kemur á sprettinum í mark,“ segir Arnar.

Hlaupaleiðin andlega erfið

Hann segir að sér hafi liðið vel í líkamanum í hlaupinu og eftir að það kláraðist. Núna, daginn eftir hlaup, segist hann líka vera í toppmálum.

„Það er alltaf smá svona óvissa með maraþon, maður veit aldrei hvernig líkaminn kemur út úr því. Það er alltaf eitthvert vöðvaniðurbrot sem verður, en það eru ekki einhverjir „major“ verkir eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar hress.

Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“, segir Arnar, spurður um það hvernig upplifun það sé fyrir hlaupara að taka þátt í þessu hlaupi miðað við stór hlaup á erlendri grundu.

Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri ...
Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða niðri í miðbæ, en færri eru að hvetja maraþonhlauparana á löngum köflum brautarinnar. mbl.is/Valli

„Þú hleypur fyrri hlutann á götu og svo er seinni hlutinn allur á gangstígum. Það hefur vantað svolítið upp á hvatninguna í Fossvoginum og út í Nauthólsvíkina og þar,“ segir Arnar. Hann segist hafa nefnt það atriði sérstaklega á fundum með Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íslandsbanka um atriði sem mættu betur fara í brautinni. Hann segir „ógeðslega gaman“ að vita að skipuleggjendur hlaupsins séu með metnað fyrir því að gera sífellt betur og gera Reykjavíkurmaraþonið að hlaupi í líkingu við það sem best gerist erlendis.

„Stór hluti af því er að hvatningin og upplifun hlauparanna í maraþoninu verði sem best og þar verði áframhaldandi bæting á. Núna var sér marksvæði fyrir hlauparana í maraþoni og hálfmaraþoni og boðið upp á nudd eftir hlaupið, sem var ógeðslega töff og þekkist í þessum stóru erlendu maraþonum, svo þetta er alltaf að verða meira og meira í líkingu við það sem þekkist erlendis,“ segir Arnar.

„Þessir tveir gæjar sem komu í mark á undan mér eru örugglega með betri hlaupurum sem hafa komið að hlaupa í þessu hlaupi. Ég held að tíminn minn hefði nægt til að vinna þetta hlaup í 18 af síðustu 20 skiptum eða eitthvað, þannig að það er mjög gaman að sjá að þetta er að laða að sterka hlaupara.“

mbl.is

Innlent »

Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga

08:54 Tafir eru á umferð inn til Reykjavíkur og að Landspítalanum vegna sjúkraflutnings af landsbyggðinni.   Meira »

Hálka í Borgarfirði

08:52 Á Vesturlandi eru hálkublettir nokkuð víða eins og til dæmis á Þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Baulu, á Mýrum, Bröttubrekku og við Hvanneyri. Meira »

Afar dræm kosningaþátttaka 20-24 ára

08:39 Kosningaþátttaka var heldur meiri í sveitarstjórnarkosningunum í vor heldur en 2014 en kjörsóknin var mest í Árneshreppi en minnst í Reykjanesbæ. Aðeins 48% fólks á aldrinum 20-24 ára nýtti sér kosningaréttinn. Meira »

Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

08:38 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær. Meira »

Hálkublettir á Mýrum

08:25 Hálkublettir eru á Mýrum og Bröttubrekku, eins eru hálkublettir í Mývatnssveit, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, á Dettifossvegi, Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Kringlan leiðandi í stafrænni verslun

08:18 „Kringlan ætlar að verða leiðandi í stafrænni verslun. Næstu tólf mánuði munum við kynna til sögunnar þætti sem lúta að stafrænni þjónustu hér í húsinu og eins á netinu,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Takmarkið er að fólk geti verið með Kringluna á netinu og skoðað vöruúrvalið sem boðið er upp á í húsinu.“ Meira »

Misvísandi umfjöllun um spillingu

07:57 Samtök atvinnulífsins (SA) telja æskilegt að umfjöllun um spillingu í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu verði endurskoðuð. Samtökin telja umfjöllunina vera misvísandi og einungis byggða á fræðilegri umfjöllun að takmörkuðu leyti. Meira »

#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

07:37 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi. Meira »

Éljagangur á heiðum

07:02 Veðrið er víða óspennandi á landinu og segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að að spáð sé éljum til fjalla vestan- og norðanlands. Þetta getur haft áhrif á akstursskilyrði á heiðum. Meira »

„Það er alltaf von, alltaf“

06:20 Tengsl geðrask­ana og sjálfs­víga eru vel þekkt en marg­ar geðrask­an­ir eru áhættuþætt­ir fyr­ir sjálfs­vígs­hegðun. Hið sama á við um sjálfsskaða og geðrask­an­ir. Að sögn Ingu Wessman sálfræðings er nauðsynlegt að starfsfólk á bráðamóttökum kunni að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk þarf aðstoð og aðstoðin á að vera til staðar því það er alltaf von, alltaf.“ Meira »

Tjónvaldur undir áhrifum vímuefna

05:44 Ung kona gistir fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa valdið umferðaróhappi í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Reyndist hún vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei fengið ökuréttindi. Meira »

Ekki náðist að fella 64 hreindýr

05:30 Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

05:30 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Leggja til sameiningu prestakalla

05:30 Áform eru uppi um sameiningu prestakalla á sjö stöðum á landinu á næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar hefur sent tillögur um sameiningu til sóknarnefnda og fleiri til umsagnar. Málið verður svo til umfjöllunar á kirkjuþingi í nóvember. Meira »

Mýrdælingar vilja fá jarðgöng

05:30 Haldnir hafa verið tveir fundir í Vík í Mýrdal með hagsmunaaðilum þar sem gerð jarðganga í gegnum Reynisfjall og gerð láglendisvegar hefur verið reifuð. M.a. hefur verið sagt frá reynslunni af rekstri Hvalfjarðarganga. Meira »

Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar

05:30 Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyrar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spottann er hjólafólk farið að nota stíginn. Meira »

Pöntunarkerfi í stað verslunar

05:30 Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum. Verið er að loka versluninni sem þar hefur verið lengi og er ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur. Meira »

Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

05:30 „Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfsstjórnin tók til starfa. Í henni komu fram margar ágætar ábendingar um umhverfi og rekstur Samgöngustofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma einhverju af stað, eins og rafrænum skráningum bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“ Meira »

Lágmarkslaun 375 þúsund

05:30 Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík krefst þess í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur að lágmarkslaun verði 375.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meira »
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laus sumarhús í sept/okt. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Velkomin me...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...