„Þetta er bara ömurlegt“

Mikil ummerki voru eftir að ferðamennirnir höfðu ekið um sandana. ...
Mikil ummerki voru eftir að ferðamennirnir höfðu ekið um sandana. Rekstraraðili hefur tilkynnt lögreglu um atvikið. Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson

Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. „Þetta er bara ömurlegt í ljósi þess að við eyðum svona miklum tíma í hvern einstakling til þess að passa að þessir hlutir séu í lagi.“

Upphaflega hafði Bogi ætlað að kæra þá sem tóku bílinn á leigu, en þessum áformum lýsti hann í svari við færslu sem var birt á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Hafði Davíð Sigurþórsson, leiðsögumaður sem var á ferð um Skeiðarársand, birt mynd af bíl sem hafði keyrt utanvegar og lagt til þess að tjalda.

Gat ekki kært

„Þetta sýnir manni kannski hvernig kerfið virkar. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að framkvæma það áður að leggja fram kæru gegn nokkrum manni,“ segir Bogi og útskýrir að hann hafi ekki getað kært leigutaka þar sem hann telst ekki aðili máls. „Formlega get ég ekki annað gert en að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Bogi.

Mikil för eru eftir aksturinn.
Mikil för eru eftir aksturinn. Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson

Hann segist hafa tilkynnt lögreglu um atvikið. „Ég var bara að ljúka við að ræða við lögregluna. Það sem kemur til með að ske núna, sem sagt er ég með öll gögn um þau og myndir af Facebook, og þau verða að mæta til skýrslutöku hjá lögreglunni,“ segir Bogi.

Hann segist ekki vonsvikinn yfir því að fá ekki að kæra. „Það skiptir mig engu máli hvort það heitir að kæra eða tilkynna. Ég hins vegar vil að svona aðilar séu látnir borga sektir fyrir svona lagað. Við erum lítil leiga og eyðum, og eigum að eyða, töluverðu púðri í að hamra á þessum hlutum að utanvegaakstur og svokallað wild-camping sé ekki leyfilegt.“

Sögðust ekki vita betur

Davíð, sem tók myndirnar, segir við mbl.is að hann hafi talað við ferðamennina og þeir fyrst reynt að telja honum trú um að hafa ekki vitað betur. „Þeir vissu alveg upp á sig skömmina,“ segir hann og bætir við að staðarvalið hafi verið sérkennilegt þar sem „þetta er einn af fáum stöðum sem er vel merkt að þarna megi ekki keyra. Hér eru líka stórir steinar settir fyrir einmitt til þess að koma í veg fyrir svona.“

Að sögn Davíðs lendir hann ekki oft í því að rekast á ferðamenn sem gera sambærilega hluti. „Þetta gerist öðru hverju, en maður sér afleiðingarnar sem eru meira áberandi mánuð eftir mánuð, viku eftir viku og dag eftir dag.“

Hann segist ekki hafa neina sérstaka lausn á málinu annað en að brýnt verði fyrir mönnum að skemmdirnar sem utanvegaakstur veldur séu varanlegar og að sektir verði hækkaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar

09:05 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm vegna skipan dómara í Landsrétt 12. mars næstkomandi, en þá mun koma í ljós hvort skipanin standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Meira »

Atvinnumaður í Reykjavík

09:00 Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins um langt árabil, hefur ekki fundið fyrir því að minni kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfubolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og strákarnir.“ Meira »

Vatnsleki á veitingahúsum í Austurstræti

08:26 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll vegna vatnsleka á sjötta tímanum í morgun. Um var að ræða leka vegna mikillar úrkomu og flæddi inn í kjallara tveggja veitingahúsa. Meira »

Njóta skattleysis í Portúgal

08:18 Vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals geta íslenskir eftirlaunaþegar flutt lögheimili sitt til Portúgals og fengið greidd eftirlaun frá Íslandi án þess að greiða af þeim skatta, hvorki á Íslandi né í Portúgal. Meira »

Segja hæstu launin hækka mest

07:57 Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á næstu þremur árum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki um 82% ef kröfur Eflingar í kjaraviðræðunum yrðu samþykktar óbreyttar. Meira »

Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir

07:37 Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og fv. hagfræðingur verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, segir grundvallarbreytingu hafa orðið á kjarabaráttunni. Meira »

Ekkert lát á umhleypingum í veðri

07:33 Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »

Benda hvorir á aðra

05:30 Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Meira »

Semja skýrslu um bankastjóralaun

05:30 Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Meira »

Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk

05:30 Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Meira »

Verða opnar áfram

05:30 „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi. Meira »

Verðið lægra en gengur og gerist

05:30 Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug. Meira »

Andlát: Einar Sigurbjörnsson

05:30 Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta og fimmta aldursári. Meira »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagnir,...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst v...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 209.000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...