„Þetta er bara ömurlegt“

Mikil ummerki voru eftir að ferðamennirnir höfðu ekið um sandana. ...
Mikil ummerki voru eftir að ferðamennirnir höfðu ekið um sandana. Rekstraraðili hefur tilkynnt lögreglu um atvikið. Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson

Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. „Þetta er bara ömurlegt í ljósi þess að við eyðum svona miklum tíma í hvern einstakling til þess að passa að þessir hlutir séu í lagi.“

Upphaflega hafði Bogi ætlað að kæra þá sem tóku bílinn á leigu, en þessum áformum lýsti hann í svari við færslu sem var birt á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Hafði Davíð Sigurþórsson, leiðsögumaður sem var á ferð um Skeiðarársand, birt mynd af bíl sem hafði keyrt utanvegar og lagt til þess að tjalda.

Gat ekki kært

„Þetta sýnir manni kannski hvernig kerfið virkar. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að framkvæma það áður að leggja fram kæru gegn nokkrum manni,“ segir Bogi og útskýrir að hann hafi ekki getað kært leigutaka þar sem hann telst ekki aðili máls. „Formlega get ég ekki annað gert en að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Bogi.

Mikil för eru eftir aksturinn.
Mikil för eru eftir aksturinn. Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson

Hann segist hafa tilkynnt lögreglu um atvikið. „Ég var bara að ljúka við að ræða við lögregluna. Það sem kemur til með að ske núna, sem sagt er ég með öll gögn um þau og myndir af Facebook, og þau verða að mæta til skýrslutöku hjá lögreglunni,“ segir Bogi.

Hann segist ekki vonsvikinn yfir því að fá ekki að kæra. „Það skiptir mig engu máli hvort það heitir að kæra eða tilkynna. Ég hins vegar vil að svona aðilar séu látnir borga sektir fyrir svona lagað. Við erum lítil leiga og eyðum, og eigum að eyða, töluverðu púðri í að hamra á þessum hlutum að utanvegaakstur og svokallað wild-camping sé ekki leyfilegt.“

Sögðust ekki vita betur

Davíð, sem tók myndirnar, segir við mbl.is að hann hafi talað við ferðamennina og þeir fyrst reynt að telja honum trú um að hafa ekki vitað betur. „Þeir vissu alveg upp á sig skömmina,“ segir hann og bætir við að staðarvalið hafi verið sérkennilegt þar sem „þetta er einn af fáum stöðum sem er vel merkt að þarna megi ekki keyra. Hér eru líka stórir steinar settir fyrir einmitt til þess að koma í veg fyrir svona.“

Að sögn Davíðs lendir hann ekki oft í því að rekast á ferðamenn sem gera sambærilega hluti. „Þetta gerist öðru hverju, en maður sér afleiðingarnar sem eru meira áberandi mánuð eftir mánuð, viku eftir viku og dag eftir dag.“

Hann segist ekki hafa neina sérstaka lausn á málinu annað en að brýnt verði fyrir mönnum að skemmdirnar sem utanvegaakstur veldur séu varanlegar og að sektir verði hækkaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Leita fjármagns úti

05:30 Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

05:30 Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

Fái að ávísa getnaðarvörnum

05:30 „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Meira »

Ferðaþjónustan öflug heilsársgrein

05:30 Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu árum. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Meira »

Opna fjórar nýjar verslanir

05:30 Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum. Meira »

Hagi starfsemi eftir lögum

05:30 Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Meira »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Í gær, 22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

Í gær, 21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

Í gær, 21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

Í gær, 21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast á ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga til hliðar. Hildur Jónsdóttir verður starfandi forstjóri OR til tveggja mánaða í fjarveru Bjarna. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Í gær, 20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Í gær, 20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst 25. september. Meira »