Auðvelt að hafa snúningspunktinn rangan

Arnar Péturson á enn metið yfir besta tíma sem Íslend­ing­ur ...
Arnar Péturson á enn metið yfir besta tíma sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni á ís­lenskri grundu. Ljósmynd/Aðsend

„Sem betur fer á ég ennþá besta tímann sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Greint var frá því í dag að vegna mistaka væru tím­ar þeirra hlaup­ara sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í síðasta mánuði ógild­ir. Úrslitin í grein­un­um munu þó standa.

Færa þurfti grind­ur við snún­ingspunkt á Sæ­braut stuttu fyr­ir hlaup vegna um­ferðar og láðist að færa þær til baka. Af­leiðing­in varð sú að hlaupaleiðin var 213 metr­um of stutt og tímarnir því ógildir.

„Fyrir hlaupið var markmiðið bara að vinna,“ segir Arnar sem tók fréttunum af ógildingunni af mikilli ró og neitar að þetta hafi verið mikil vonbrigði. Arnar hljóp vegalengdina í ágúst á 2:26:43, en gamla metið hans var 2:28:17 og stendur því enn sem besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni á ís­lenskri grundu. „Fókusinn var aldrei á tímann, þannig að hann var bara bónus.“

Munurinn meiri í hálfmaraþoninu

„Maður finnur til með þeim sem voru að hlaupa á sínum besta tíma og fá hann ekki skráðan og eins með þeim sem eru t.d. að reyna að komast í Bostonmaraþonið af því að maður þarf að vera með ákveðinn tíma til að komast inn í það,“ segir Arnar. Hann kveðst hafa heyrt í Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) sem sé búið að senda tilkynningu til skipuleggjenda Bostonmaraþonsins og óska eftir undanþágu. „Það er bara vonandi að það verði tekið til greina.“

Ógildingin hefur hins vegar engin áhrif á hann sjálfan. „Ég fæ á Garmin-úrið mitt 42,4 km mælingu sem er það sama og ég fékk í Hamborgarmaraþoninu, en þeir sem hlupu hálft maraþon voru flestir með kannski 21 km eða jafnvel 20,9 km í mælingu á sínum hlaupaúrum,“ útskýrir Arnar og segir að það sé eins og munurinn hafi verið meiri í hálfa maraþoninu, þar sem full vegalengd er 21,1 km. „Þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi leiðrést einhvers staðar seinna í brautinni með maraþonið.“

Of stuttu brautirnar alltaf með snúningspunkti

Spurður hvort hann muni eftir sambærilegum dæmum segir hann svo vera. „Öll þau dæmi sem ég man eftir hafa verið í hlaupum með snúningspunktum.“ Vísar Arnar þar til þess að hlauparar séu látnir snúa við á ákveðnum stað í brautinni og hlaupa sömu leið til baka. „Þegar það eru svona snúningspunktar í brautum er svo einfalt að setja hann á vitlausan stað. Í þessu hlaupi var snúningspunkturinn 100 metrum of framarlega og þá verða 100 metrarnir náttúrulega að 200 metrum.“

Segir Arnar erfiðara að gera mistök þegar brautin er hringur. „Þannig að það er kannski spurning um að endurskoða snúningspunktinn.“

Arnar hefur gagnrýnt að seinni hluti brautar í Reykjavíkurmaraþoninu geti verið „andlega erfiður“ þar sem það vanti upp hvatn­ing­una í Foss­vog­in­um og út í Naut­hóls­vík­. „Ég hef farið á fundi með bæði ÍBR og Íslandsbanka þar sem við höfum verið að ræða hvað má gera betur og þau eru bæði mjög opin fyrir því hvernig megi bæta umgjörðina. Það er gaman að vita til þess að það er metnaður og rétta viðhorfið hjá þeim,“ segir hann og kveðst vonast til að sjá miklar breytingar á næstu árum.

Sjálfur er hann á leið til Bandaríkjanna í þriggja mánaða æfingabúðir síðar í þessum mánuði, en þar fer hann í undirbúning við að reyna við ólympíulágmark í maraþoni í apríl á næsta ári. „Þannig að það er stíft æfingaprógramm fram undan,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og að vera ekki nálægt jökulsánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi….Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir af mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákons Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðarbækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshrepps og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Hreinsa þakrennur o.fl.
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...