Auðvelt að hafa snúningspunktinn rangan

Arnar Péturson á enn metið yfir besta tíma sem Íslend­ing­ur ...
Arnar Péturson á enn metið yfir besta tíma sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni á ís­lenskri grundu. Ljósmynd/Aðsend

„Sem betur fer á ég ennþá besta tímann sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Greint var frá því í dag að vegna mistaka væru tím­ar þeirra hlaup­ara sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í síðasta mánuði ógild­ir. Úrslitin í grein­un­um munu þó standa.

Færa þurfti grind­ur við snún­ingspunkt á Sæ­braut stuttu fyr­ir hlaup vegna um­ferðar og láðist að færa þær til baka. Af­leiðing­in varð sú að hlaupaleiðin var 213 metr­um of stutt og tímarnir því ógildir.

„Fyrir hlaupið var markmiðið bara að vinna,“ segir Arnar sem tók fréttunum af ógildingunni af mikilli ró og neitar að þetta hafi verið mikil vonbrigði. Arnar hljóp vegalengdina í ágúst á 2:26:43, en gamla metið hans var 2:28:17 og stendur því enn sem besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni á ís­lenskri grundu. „Fókusinn var aldrei á tímann, þannig að hann var bara bónus.“

Munurinn meiri í hálfmaraþoninu

„Maður finnur til með þeim sem voru að hlaupa á sínum besta tíma og fá hann ekki skráðan og eins með þeim sem eru t.d. að reyna að komast í Bostonmaraþonið af því að maður þarf að vera með ákveðinn tíma til að komast inn í það,“ segir Arnar. Hann kveðst hafa heyrt í Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) sem sé búið að senda tilkynningu til skipuleggjenda Bostonmaraþonsins og óska eftir undanþágu. „Það er bara vonandi að það verði tekið til greina.“

Ógildingin hefur hins vegar engin áhrif á hann sjálfan. „Ég fæ á Garmin-úrið mitt 42,4 km mælingu sem er það sama og ég fékk í Hamborgarmaraþoninu, en þeir sem hlupu hálft maraþon voru flestir með kannski 21 km eða jafnvel 20,9 km í mælingu á sínum hlaupaúrum,“ útskýrir Arnar og segir að það sé eins og munurinn hafi verið meiri í hálfa maraþoninu, þar sem full vegalengd er 21,1 km. „Þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi leiðrést einhvers staðar seinna í brautinni með maraþonið.“

Of stuttu brautirnar alltaf með snúningspunkti

Spurður hvort hann muni eftir sambærilegum dæmum segir hann svo vera. „Öll þau dæmi sem ég man eftir hafa verið í hlaupum með snúningspunktum.“ Vísar Arnar þar til þess að hlauparar séu látnir snúa við á ákveðnum stað í brautinni og hlaupa sömu leið til baka. „Þegar það eru svona snúningspunktar í brautum er svo einfalt að setja hann á vitlausan stað. Í þessu hlaupi var snúningspunkturinn 100 metrum of framarlega og þá verða 100 metrarnir náttúrulega að 200 metrum.“

Segir Arnar erfiðara að gera mistök þegar brautin er hringur. „Þannig að það er kannski spurning um að endurskoða snúningspunktinn.“

Arnar hefur gagnrýnt að seinni hluti brautar í Reykjavíkurmaraþoninu geti verið „andlega erfiður“ þar sem það vanti upp hvatn­ing­una í Foss­vog­in­um og út í Naut­hóls­vík­. „Ég hef farið á fundi með bæði ÍBR og Íslandsbanka þar sem við höfum verið að ræða hvað má gera betur og þau eru bæði mjög opin fyrir því hvernig megi bæta umgjörðina. Það er gaman að vita til þess að það er metnaður og rétta viðhorfið hjá þeim,“ segir hann og kveðst vonast til að sjá miklar breytingar á næstu árum.

Sjálfur er hann á leið til Bandaríkjanna í þriggja mánaða æfingabúðir síðar í þessum mánuði, en þar fer hann í undirbúning við að reyna við ólympíulágmark í maraþoni í apríl á næsta ári. „Þannig að það er stíft æfingaprógramm fram undan,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kring um MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

Í gær, 19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

Í gær, 19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

Í gær, 19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

Í gær, 18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

Í gær, 18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

Í gær, 18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Í gær, 18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

Í gær, 18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

Í gær, 17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

Í gær, 17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...