Auðvelt að hafa snúningspunktinn rangan

Arnar Péturson á enn metið yfir besta tíma sem Íslend­ing­ur ...
Arnar Péturson á enn metið yfir besta tíma sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni á ís­lenskri grundu. Ljósmynd/Aðsend

„Sem betur fer á ég ennþá besta tímann sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Greint var frá því í dag að vegna mistaka væru tím­ar þeirra hlaup­ara sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í síðasta mánuði ógild­ir. Úrslitin í grein­un­um munu þó standa.

Færa þurfti grind­ur við snún­ingspunkt á Sæ­braut stuttu fyr­ir hlaup vegna um­ferðar og láðist að færa þær til baka. Af­leiðing­in varð sú að hlaupaleiðin var 213 metr­um of stutt og tímarnir því ógildir.

„Fyrir hlaupið var markmiðið bara að vinna,“ segir Arnar sem tók fréttunum af ógildingunni af mikilli ró og neitar að þetta hafi verið mikil vonbrigði. Arnar hljóp vegalengdina í ágúst á 2:26:43, en gamla metið hans var 2:28:17 og stendur því enn sem besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni á ís­lenskri grundu. „Fókusinn var aldrei á tímann, þannig að hann var bara bónus.“

Munurinn meiri í hálfmaraþoninu

„Maður finnur til með þeim sem voru að hlaupa á sínum besta tíma og fá hann ekki skráðan og eins með þeim sem eru t.d. að reyna að komast í Bostonmaraþonið af því að maður þarf að vera með ákveðinn tíma til að komast inn í það,“ segir Arnar. Hann kveðst hafa heyrt í Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) sem sé búið að senda tilkynningu til skipuleggjenda Bostonmaraþonsins og óska eftir undanþágu. „Það er bara vonandi að það verði tekið til greina.“

Ógildingin hefur hins vegar engin áhrif á hann sjálfan. „Ég fæ á Garmin-úrið mitt 42,4 km mælingu sem er það sama og ég fékk í Hamborgarmaraþoninu, en þeir sem hlupu hálft maraþon voru flestir með kannski 21 km eða jafnvel 20,9 km í mælingu á sínum hlaupaúrum,“ útskýrir Arnar og segir að það sé eins og munurinn hafi verið meiri í hálfa maraþoninu, þar sem full vegalengd er 21,1 km. „Þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi leiðrést einhvers staðar seinna í brautinni með maraþonið.“

Of stuttu brautirnar alltaf með snúningspunkti

Spurður hvort hann muni eftir sambærilegum dæmum segir hann svo vera. „Öll þau dæmi sem ég man eftir hafa verið í hlaupum með snúningspunktum.“ Vísar Arnar þar til þess að hlauparar séu látnir snúa við á ákveðnum stað í brautinni og hlaupa sömu leið til baka. „Þegar það eru svona snúningspunktar í brautum er svo einfalt að setja hann á vitlausan stað. Í þessu hlaupi var snúningspunkturinn 100 metrum of framarlega og þá verða 100 metrarnir náttúrulega að 200 metrum.“

Segir Arnar erfiðara að gera mistök þegar brautin er hringur. „Þannig að það er kannski spurning um að endurskoða snúningspunktinn.“

Arnar hefur gagnrýnt að seinni hluti brautar í Reykjavíkurmaraþoninu geti verið „andlega erfiður“ þar sem það vanti upp hvatn­ing­una í Foss­vog­in­um og út í Naut­hóls­vík­. „Ég hef farið á fundi með bæði ÍBR og Íslandsbanka þar sem við höfum verið að ræða hvað má gera betur og þau eru bæði mjög opin fyrir því hvernig megi bæta umgjörðina. Það er gaman að vita til þess að það er metnaður og rétta viðhorfið hjá þeim,“ segir hann og kveðst vonast til að sjá miklar breytingar á næstu árum.

Sjálfur er hann á leið til Bandaríkjanna í þriggja mánaða æfingabúðir síðar í þessum mánuði, en þar fer hann í undirbúning við að reyna við ólympíulágmark í maraþoni í apríl á næsta ári. „Þannig að það er stíft æfingaprógramm fram undan,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

17:18 Upp kom vélarbilun í tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn, Jan Fabre sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónasar Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 6947881 xxx...
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...