Heitavatnsbilun í Hafnarfirði og Garðabæ

Búast má við truflunum á afhendingu á heitu vatni í …
Búast má við truflunum á afhendingu á heitu vatni í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar fram á kvöld vegna leka í suðuræð hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Hafnarfjaðarbær

Leki kom upp eftir hádegi í suðuræð hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu sem liggur meðfram Reykjanesbraut í Garðabæ. Óhapp varð við vinnu verktaka sem leiddi til lekans, samkvæmt tilkynningu frá Veitum.

Starfsfólk Veitna vinnur að viðgerð en búast má við truflunum á afhendingu á heitu vatni í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar fram á kvöld. Skert flutningsgeta mun birtast viðskiptavinum sem lægri þrýstingur á heita vatninu.

Íbúum á svæðinu er ráðlegt að hafa glugga sem mest lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni innandyra.

Hægt er að fylgjast með framgangi þeirrar viðgerðar sem nú þegar er hafin á heimasíðu Veitna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert