Sérfræðilæknar verði ekki útundan

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/​Hari

„Það er heilbrigðisstefna í smíðum og um hana verður víðtækt samráð, bæði í heilbrigðiskerfinu og á vettvangi stjórnmálanna, eins og kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar raunar. Ég geri ráð fyrir því að lögð verði fram þingsályktunartillaga á vorþingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, innt eftir viðbrögðum við grein þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins um stefnu hennar varðandi heilbrigðiskerfið. Svandís segir að betur fari á því að málin séu rædd með öðrum hætti en í gegnum fjölmiðla.

Greinina rituðu þau Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjar Níelsson, en í henni segja þau að svo virðist sem stefna Svandísar sé að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu og draga á sama tíma úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Þessu séu þau ósammála og telja þau að bjóða eigi út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði geti leyst. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í dag að greinin væri hrein og bein árás gegn heilbrigðisráðherra.

Til standi að semja við sérfræðilækna

Svandís segir í samtali við mbl.is að skýr vísbending sé um það í nýju fjárlagafrumvarpi að ætlunin sé að semja við sérfræðilækna.

„Það stendur til að semja við sérfræðilækna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir milli níu og tíu milljörðum í samninga við sérfræðilækna, þannig það ætti að vera nokkuð skýr vísbending um að það standi til að semja,“ segir hún. 

„Varðandi greinina sem slíka, þá finnst mér fara betur á því að jafnaði að fólk tali saman öðruvísi en gegnum fjölmiðla. Það á ekki síst við ef um er að ræða álitamál í samstarfi. Mér finnst alltaf betra þegar fólk gerir það þannig, en þau hafa valið aðra leið. Það er augljóst,“ segir Svandís og segir aðspurð að hún óttist ekki að fyrrnefndir þingmenn setji sig upp á móti stefnunni. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það,“ segir hún.

Peningunum sé skynsamlega varið

„Undir mínum málaflokki er þessi stefnumótun sem fjallar um grundvallaratriði í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þar er fyrst og fremst um það að ræða að við ráðstöfum opinberu fé með skynsamlegum hætti og að sjúklingurinn sé í forgrunni. Það er kjarninn í stefnunni, en þar vinnum við líka með ýmsa þætti á borð við mönnunarmál, vísindarannsóknir, kaup á heilbrigðisþjónustu og ýmislegt sem við höfum fengið ábendingar um,“ segir Svandís og nefnir að nýjasta dæmið séu ábendingar frá Ríkisendurskoðanda um að heilbrigðiskerfið sé of brotakennt.

„Það leiðir okkur í stöðu þar saman fara biðlistar á aðra höndina og oflækningar á hina þar sem heildarsýn skortir. McKinsey hefur líka bent á þetta. Þó heilbrigðiskerfið skili sannarlega góðum árangri, þá þurfum við að gera enn betur því það fara gríðarlega miklir peningar í heilbrigðisþjónustuna úr sameiginlegum sjóðum. Við þurfum að vita betur þegar kemur að opinberri heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisþjónustu sem við ákveðum að kaupa af einkaaðilum, að þeim peningum sé skynsamlega varið,“ segir hún.mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sækist eftir embætti 2. varaforseta ASÍ

09:14 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Meira »

Landsmenn stefna í 436 þúsund

09:07 Ætla má að íbúar landsins verði 436 þúsund árið 2067 samkvæmt miðspá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans. Til samanburðar var mannfjöldinn 348 þúsund 1. janúar 2018. Meira »

Ráðgjafanefnd um blóðabankaþjónustu

08:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu.  Meira »

Bjarg óskar eftir samstarfi við sveitarfélög

08:50 Bjarg íbúðafélag hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavog og Seltjarnarnes um lóðir og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í bæjarfélögunum. Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Meira »

Níða Jón Steinar á lokuðu vefsvæði

08:35 „Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann yfir ummæli sem hafa fallið á lokuðu vefsvæði á Facebook um hann. Meira »

Herskip NATO áberandi í höfnum

08:18 Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru um þessar mundir áberandi í höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Eru skipin hingað komin vegna Trident Juncture, umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi á næstunni. Meira »

Óraunhæfar launakröfur hafi veikt gengið

07:57 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir tilkynningar frá áhyggjufullum félagsmönnum streyma inn út af veikingu krónu. Meira »

Lægra þorskverð en krafa um hærri laun

07:37 „Stórsókn er hafin af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í ræðu á aðalfundi í gær. Meira »

Engin skotfæri leyfð á æfingunni

07:19 Lögreglan á Suðurlandi segir að í dag og á morgun muni hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. Meira »

Spá allt að 40 m/s

06:58 Varað er við miklu hvassviðri í nótt og á morgun. Útlit er fyrir suðvestan 15-23 metra á sekúndu en vindhviður til fjalla, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum, geta náð allt að 40 m/s seint annað kvöld. Meira »

34% keyptu kókaín

05:30 Verð á sterkum verkjalyfjum „á götunni“ hefur lækkað undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun SÁÁ á verðlagi á ólöglegum vímuefnum. Meira »

Hættir að þjónusta göng um Húsavíkurhöfða

05:30 Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Norðurþings að hún muni hætta að þjónusta göngin um Húsavíkurhöfða um næstu mánaðamót. Verður því væntanlega slökkt á lýsingu í göngunum og enginn snjór mokaður í vetur. Meira »

Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi

05:30 Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Meira »

Brunatrygging lausafjár gegn náttúruhamförum

05:30 Mikilvægt er að fólk sé með lausafé brunatryggt vilji það fá bætt tjón á innbúi og lausafé vegna náttúruhamfara.  Meira »

Geiteyri eignast Haffjarðará

05:30 Einkahlutafélagið Geiteyri hefur eignast eina þekktustu laxveiðiá landsins, Haffjarðará á Snæfellsnesi, að fullu.   Meira »

Tvær þyrlur á nýju ári

05:30 Landhelgisgæsla Íslands tekur á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en þær munu koma í staðinn fyrir TF-GNA og TF-SYN. Meira »

Icelandair taldi gengið ósjálfbært

05:30 „Við höfum gert ráð fyrir að staða krónunnar undanfarin ár væri ósjálfbær. Við höfum átt von á einhverri veikingu. Hún er að koma fram núna,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group. Meira »

„Dónaskapur“ að fresta framkvæmdum

Í gær, 22:02 Bæjarráð Kópavogs hefur lýst yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 og segir frestun á framkvæmdum við Arnarnesveg til ársins 2024 vera dónaskap. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 21:39 „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...