Fundi Áslaugar Thelmu og Helgu lokið

Áslaugu Thelmu var sagt upp störf­um hjá Orku nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki …
Áslaugu Thelmu var sagt upp störf­um hjá Orku nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, fyr­ir um hálf­um mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar (ON), og Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hittust á fundi síðdegis.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, staðfestir í samtali við mbl.is að fundinum sé lokið en hann sátu ásamt Áslaugu og Helgu, lögmaður Áslaugar, lögmaður OR og Berglind Rán Ólafsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri ON. Samkvæmt heimildum mbl.is er Áslaug Thelma bundin trúnaði um það sem fram fór á fundinum.

Áslaugu Thelmu var sagt upp störf­um hjá Orku nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, fyr­ir um hálf­um mánuði. Hún hef­ur gagn­rýnt fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra ON, Bjarna Má Júlí­us­son, fyr­ir óviðeig­andi hegðun gagn­vart starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins.

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, óskaði eft­ir því í síðustu viku að víkja tíma­bundið úr starfi á meðan óháð út­tekt yrði gerð á vinnustaðamenn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins vegna mála til­tek­inna starfs­manna sem verið hafa til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum.

Helga tók við starfi forstjóra á mánudag og sagði hún í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að mark­miðið sé að velta við hverj­um steini og kom­ast til botns í því hvort eitt­hvað þurfi að laga og þá hvað þurfi að gera til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert