Sérfræðingar úr háskólasamfélagi aðstoða

Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósmynd/Aðsend

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur, fer með úttekt á vinnustaðamenningu OR og hefur hún fengið til liðs við sig sérfræðinga úr háskólasamfélaginu.

Þetta kemur fram í svari Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, við fyrirspurn mbl.is.

Þar segir að í úttektinni fáist væntanlega upplýsingar sem ættu að geta orðið veganesti í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis OR, en henni var sagt upp störfum í síðasta mánuði.

Hún hafði gagnrýnt fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki fyrirtækisins.

Að sögn Helgu er stefnt á fund á milli hennar, Áslaugar Thelmu, framkvæmdastjóra ON og lögmönnum þegar upplýsingar úr úttektinni liggja fyrir.

Áslaug Thelma Einarsdóttir.
Áslaug Thelma Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert