Óinnleystur hagnaður ekki næg trygging

Að sögn Andra Más átti félagið óinnleistan hagnað vegna sölu …
Að sögn Andra Más átti félagið óinnleistan hagnað vegna sölu flugvéla og verið var að ganga frá sölu á 5 vélum til viðbótar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hið mikla tap Primera Air kom ekki í ljós fyrr en eftir mitt sumar vegna dýrrar innleigu á eldri flugvélum og tjón félagsins vegna seinkunar á afhendingu frá Airbus var fordæmalaust. Þetta segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera, í viðtali við Túrista.is.

„Þetta kostaði Primera Air yfir 20 milljónir evra (2,6 milljarða kr.) og tekjutapið var yfir 40 milljónum evra. Ekki verður við öllu séð, en þó má fullyrða, að ef þetta hefði ekki gerst, þá værum við enn í rekstri. Þetta eru bara staðreyndir, sem aðrir hafa fjallað um,“ segir Andri Már.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, spyr Andra Má að því hvort mistök hafi verið að setja fjórar nýjar flugleiðir á milli Evrópu og Bandaríkjanna í sölu í lok sumars í ljósi tapreksturs. Við því segir Andri Már að tækifærið hafi verið einstakt, flugfélagið hafi fengið afgreiðslutíma á öllum bestu völlum Evrópu á bestu tímum. „Þegar við setjum þetta í sölu í ágústmánuði, lá ekkert annað fyrir en félagið héldi áfram rekstri.“

Að sögn Andra Más átti félagið óinnleystan hagnað vegna sölu flugvéla og verið var að ganga frá sölu á 5 vélum til viðbótar, en að því miður hefðu viðskiptabankar þess ekki litið á það sem tryggingar. Hann vill ekki tjá sig um orðróm þess efnis að stjórnendur Arion banka hafi ákveðið að kaupa heldur skuldabréf af WOW air í nýafstöðnu útboði flugfélagsins, en að ljóst sé að Primera Air hafi ekki fengið fyrirgreiðslu.

Aðspurður vill Andri már ekki tjá sig um horfur íslensku flugfélaganna, Icelandair og WOW air, en óskar þeim allra heilla. „Óska [sic] engum þess að lenda í því sem Primera Air lenti í.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert