Mikið rask í Víkurgarði hugsanlegt

Fógetagarður. Minjastofnun hefur óskað eftir sérstakri friðlýsingu alls Víkurgarðs
Fógetagarður. Minjastofnun hefur óskað eftir sérstakri friðlýsingu alls Víkurgarðs mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið rask gæti verið fram undan í Víkurgarði (Fógetagarði) ef áform borgaryfirvalda um aðkomu slökkviliðs að væntanlegu hóteli á Landsímareitnum verða að veruleika.

Samkvæmt samþykktum teikningum byggingarfulltrúa er gert ráð fyrir að útbúið verði sérstakt björgunarsvæði við inngang hótelsins að vestanverðu. Það verður með sérstyrktu undirlagi.

Minjastofnun telur að þetta kalli á jarðvegsskipti í um 20% Víkurgarðs. Sú framkvæmd gæti raskað fornum grafreitum. Í gögnum Minjastofnunar sem Morgunblaðið fékk aðgang að kemur fram að þessi áform séu án vitneskju stofnunarinnar. Fundað var með byggingarfulltrúa í síðasta mánuði til að leita skýringa. Fram kemur að Minjastofnun telur að framkvæmdir af þessu tagi gangi gegn fyrirheitum borgaryfirvalda um varðveislu garðsins. Minjastofnun vildi í gær engu svara um stöðu málsins og vísaði til þess að hún hefði í síðustu viku sent Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, erindi og óskað eftir sérstakri friðlýsingu alls Víkurgarðs.

Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem á fasteignirnar á Landsímareitnum, segir að aðkoma slökkviliðs að hótelinu sé á borgarlandi og utan framkvæmdarinnar. Hann væntir þess að hægt sé að finna lausn sem tryggi öryggi hótelgesta, komi til eldsvoða, og vernda um leið fornminjar. „Ég vænti þess að það sé hægt að útfæra lausn sem kallar ekki á jarðvegsskipti,“ segir Jóhannes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert