Hvað unnu þau sér til sakar?

Pia Oberoi er sérfræðingur hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar kemur ...
Pia Oberoi er sérfræðingur hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að mannréttindum innflytjenda og flóttafólks. Hún er með doktorspróf í lögfræði frá Oxford-háskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Börn á flótta eru lokuð inni í miðstöðvum flóttafólks án þess að hafa unnið sér neitt til sakar. Stundum eru þau innilokuð svo mánuðum skiptir og það er alls óvíst hvort þau komast nokkurn tíma í öruggt skjól. Hvernig útskýrir þú fyrir barni hvers vegna það er sett í fangelsi án þess að hafa brotið af sér? spyr Pia Oberoi, mannréttindalögfræðingur og sérfræðingur hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hún var einn ræðumanna á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða sem haldin var í gær.

Oberoi rifjaði í erindi sínu upp samtal sem hún átti við14 ára gamlan strák í Grikklandi. Honum var ómögulegt að skilja hvað hann hafði gert til þess að vera lokaður inni. Hann hafði flúið óbærilegar aðstæður í heimalandinu þar sem ekkert beið hans nema dauðinn. Eða ungir karlar eða unglingspiltar frá Afganistan sem hafast við á götum úti í norðurhluta Frakklands og eiga þann draum að komast yfir Ermarsundið, til Bretlands. 

Eliza Reid forsetafrú flutti erindi á friðarráðstefnunni og ræddi hún ...
Eliza Reid forsetafrú flutti erindi á friðarráðstefnunni og ræddi hún um ferð sína í flóttamannabúðir í Jórdaníu fyrir ári á vegum UNWomen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mörg þessara ungmenna enda í skuggahagkerfinu og verða jafnvel fórnarlömb mansals þar sem þau eiga engra annarra úrkosta völ til þess að verða sér úti um mat og svefnstað. 

Í samtali við mbl.is bendir hún á að mörg þessara ungmenna hafi gengið í gegnum skelfilega hluti áður en þau komast til Evrópu svo dæmi séu tekin. Til að mynda þau sem eru að koma sjóleiðina frá Afríku, hafa kannski hafst við í töluverðan tíma í Líbýu, lent skipsskaða á Miðjarðarhafi og flest hafa þau misst einhverja nákomna, hvort sem það er áður en þau flýja eða á flóttanum. 

María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningarmála á skrifstofu utanríkisráðherra, ...
María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningarmála á skrifstofu utanríkisráðherra, stýrði umræðum á ráðstefnunni þar sem gestum var gefinn kostur á að spyrja Piu Oberoi og JJ Bola. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enda oft í skuggahagkerfinu

Í stað þess að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa á að halda er þeim komið fyrir í móttökumiðstöðvum á meðan verið er að fara yfir mál þeirra. Þau sem eru að nálgast átján ára aldur fá skjól en þegar þau verða átján þá eiga þau á hættu að vera send til heimalandsins að nýju. Og hvað bíður þeirra þar? Því enda mörg þeirra í skuggahagkerfi Evrópu, sem sölumenn á stolnum varningi á götum stórborganna. 

Ungmenni eru ekki reiðubúið í aðstæður sem þessar. Ekki síst ungmenni sem er með skelfilega lífsreynslu að baki, segir Oberoi og segir ekki skipta máli hvoru megin við 18 ára afmælisdaginn þau eru.

Þau hafa orðið viðskila frá foreldrum eru jafnvel fórnarlömb misnotkunar og þau eiga rétt á einhverju betra en að vera lokuð inni fyrir það eitt að hafa komið til landsins án fullgildra skjala. 

JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í ...
JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í Austur-Kongó en flúði til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni er hann var sjö ára gamall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún segir að staða flóttafólks sem ekki fellur undir skilgreiningu á flóttamannahugtaki Sameinuðu þjóðanna (refugee), það er ekki á flótta undan stríði eða stjórnmálaskoðana heldur örbrigð eða ofbeldi sem ekki fellur undir flóttamannaskilgreiningu (economic migrant) sé oft enn verri. Því efnahagslegir flóttamenn fá mjög sjaldan skjól og eru því líklegastir til þess að lenda í skuggakerfi ríkja sem þeir töldu jafnvel fyrirheitna landið. 

Pia Oberoi segir mikilvægt að hlusta á fólk sem er á flótta og virða drauma þeirra og hugmyndir. Því í raun sé svo miklu meira sem sameini fólk heldur en sundrar. Fólk á flótta er ekkert nýtt og það hafi sýnt sig að innflytjendur bæta oft samfélög sem þeir koma til. Koma með sína menningu með sér og auki fjölbreytileika þjóðfélaga.

Eins megi aldrei gleyma því að börn og ungmenni á flótta falla undir ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það sé alveg jafnalvarlegt brot að brjóta á þeim og börnum sem eru fædd í viðkomandi landi. Grundvallarmannréttindi eigi við um þau líkt og aðra þegna samfélagsins. Ungmenni verða oft fórnarlömb misnotkunar og ofbeldis í yfirfullum miðstöðvum flóttamanna líkt og dæmin sýna. 

Mannúðarsamtökin Læknar án landamæra, Médecins Sans Frontières (MSF), krefjast þess að flóttamannabúðir sem áströlsk stjórnvöld reka á eyjunni Nauru í Kyrrahafi verði rýmdar strax enda sé andlegri líðan fólks hætta búin þar. Fjallað er um málið á vef BBC í dag.

MSF hefur starfað á Nauru undanfarna í 11 mánuði en var nýverið gert að yfirgefa Nauru. Þar höfðu samtökin veitt 78 manns læknisaðstoð en allir skjólstæðingar þeirra höfðu annaðhvort reynt að taka eigið líf eða skaðað sig. Yfirvöld á Nauru og Ástralíu hafa ekki svarað beiðni MSF. 

Flóttamannabúðirnar á Nauru voru settar upp árið 2013 og segja áströlsk yfirvöld að stefna þeirra, um að heimila fólki ekki að koma að landi í Ástralíu, hafi komið í veg fyrir dauðsföll og fælt smyglara frá. 

MSF hafði þann tíma sem samtökin störfuðu á Nauru boðið bæði flóttafólki og íbúum Nauru upp á ókeypis sálræna meðferð en á sunnudag var MSF fyrirskipað að yfirgefa eyjuna.

Yfir 900 flóttamenn, þar á meðal 100 börn, eru á Nauru samkvæmt upplýsingum frá flóttamannaráði Ástralíu. Sjálfsvígstilraunir og sjálfsskaði eru nánast daglegt brauð, ekki síst meðal barna allt niður í níu ára. 

Dr Beth O'Connor geðlæknir er meðal þeirra sem hafa starfað á Nauru og hún segir að þar hafi hún annast börn sem glíma við alvarlega áfallastreituröskun. „Þegar ég heimsótti þessi börn þá voru þau rúmliggjandi á heimilum sínum. Þau voru hætt að borða og drekka þannig að þau voru í lífshættu. Mörg þeirra voru ófær um að komast sjálf á klósett,“ segir O'Connor í samtali við BBC.

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

Í gær, 18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

Í gær, 17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

Í gær, 17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Í gær, 17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

Í gær, 16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Í gær, 16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

Í gær, 16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...