Andlát: Snædís Gunnlaugsdóttir

Snædís Gunnlaugsdóttir.
Snædís Gunnlaugsdóttir.

Snædís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur á Kaldbak við Húsavík, lést í fyrradag, 66 ára að aldri. Snædís vann mikið að umhverfismálum, sérstaklega skógrækt og landgræðslu.

Snædís var fædd í Reykjavík 14. maí 1952. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Einar Þórðarson hæstaréttarlögmaður og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona.

Hún varð stúdent frá MR og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977. Hún stundaði einnig söng- og leiklistarnám.

Snædís hóf störf hjá bæjarfógetanum á Húsavík og sýslumanninum í Þingeyjarsýslu strax að loknu lögfræðinámi. Þar vann hún í um þrjá áratugi en þá stofnaði hún ferðaþjónustufyrirtækið Kaldbakskot ásamt Sigurjóni Benediktssyni, eiginmanni sínum, og rak það til dánardags.

Snædís var í ýmsum nefndum og félagasamtökum, sérstaklega á sviði umhverfismála, lista og lögfræði, svo sem Leikfélagi Húsavíkur og umhverfissamtökunum Húsgull. Hún var lengi í stjórn og formaður Skógræktarfélags Húsavíkur. Hún var í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða við bæjarstjórnarkosningarnar á Húsavík árið 1978 og fyrir Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðarflokkinn við alþingiskosningar 1983 og 1987.

Maður Snædísar var Sigurjón Benediktsson tannlæknir. Þau skildu. Þau eignuðust þrjú börn, Sylgju Dögg, Hörpu Fönn og Benedikt Þorra, og fjögur barnabörn, Loka, Dalíu, Ylfing og Dunu.

Bálför fer fram í kyrrþey. Kveðjuhóf verður að Kaldbak í maí næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert