„Það var fólkið sem bar veiruna“

Pekka Olson, dýralæknir og formaður sænska hundaræktafélagsins sem hér er ...
Pekka Olson, dýralæknir og formaður sænska hundaræktafélagsins sem hér er með hundinum Hoffa, segist eiga erfitt með að skilja þær einangrunarreglur sem eru í gildi á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Allt mat þarf að fara fram á grundvelli þeirra tíma sem við lifum á núna. Það er mín skoðun,“ segir dýralæknirinn Pekka Olson, sem er formaður sænska hundaræktarfélagsins. Í því samhengi kveðst Olson eiga erfitt með að skilja þær einangrunarreglur sem eru í gildi á Íslandi.

„Ég tel hins vegar að það frumkvæði að fá dr. Preben Willeberg til að hanna nýtt áhættumat sé frábær leið til að gera það, af því að tímarnir hafa breyst,“ bætir hann við. 

Hvatt er til þess í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu sem hundaræktarfélög Norðurlanda sendu frá sér sl. miðvikudag að við yf­ir­stand­andi end­ur­skoðun ís­lenskra regl­na um ein­angr­un hunda sem flutt­ir eru til lands­ins verði annaðhvort hætt að gera kröfu um ein­angr­un og þess í stað not­ast við aðrar aðferðir telj­ist þær full­nægj­andi eða ein­angr­un­ar­tím­inn stytt­ur.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að Hunda­rækt­ar­fé­lag Íslands hafi um ára­bil hvatt ís­lensk stjórn­völd til þess að end­ur­skoða nú­gild­andi kerfi sem geri ráð fyr­ir að inn­flutt­ir hund­ar þurfi að vera í ein­ang­un í fjór­ar vik­ur. Mik­il­vægt sé að tryggja ör­yggi Íslands þegar nýir sjúk­dómar séu annars vegar og full­ur stuðning­ur sé við mik­il­vægi þess. Hins veg­ar verði aðgerðir í þeim efn­um að vera í sam­ræmi við þá áhættu sem fyr­ir hendi er.

Miklar framfarir í bólusetningu og greiningum

Olson, sem var staddur hér á landi vegna fundar norrænu hundaræktarfélaganna, segir miklar framfarir hafa orðið í bólusetningum, greiningaraðferðum og lyfjum gegn ýmiskonar sníklum sem dýr geta borið með sér. „Við höfum allt þetta núna,“ segir Olson og bætir við að öðrum ríkjum Evrópu takist að lifa í samræmi við Evrópureglugerðir um málið.

Olson, sem er kominn á eftirlaun, útskrifaðist sem dýralæknir 1975 og vann hálfa starfsævina við dýralæknarannsóknir hjá sænska landbúnaðarháskólanum, Sveriges Lantbruksuniversitet.

Hann segir áhættu sem fylgi dýrainnflutningi ekki alla vera á sama alvarleikastigi. „Það er áhætta og það er áhætta,“ segir Olson.  

„Ég held að ein mesta hættan hafi alltaf verið hundaæði og í Svíþjóð afnámum við reglur um einangrunarvist fyrir fjölmörgum árum.“ Olson, sem átti raunar sæti í nefndinni sem það gerði, segir afnám einangrunarvistar í Svíþjóð ekki hafa haft nein neikvæð áhrif. „Það gerðist ekkert,“ bætir hann við.

Í Svíþjóð séu engin þekkt tilfelli frá því að einangrunarreglugerðin var afnumin um að hundur með hundaæði hafi komið til landsins. „Það eru þó dæmi um að hvolpum sem eru of ungir til að hafa fengið hundaæðissprautu hafi verið smyglað inn og í þeim tilfellum þarf að aflífa þá. Þá eru þetta líka hundar sem engin staðfesting á bólusetningum liggur fyrir um.“

Mannfólkið, ekki hundar, sem smitaði kettina

Olson bætir við að smygl á hundum sé væntanlega ekki mikið vandamál á Íslandi og kveður hættuna sem stafi af fólki líka geta verið meiri en þá sem stafi af innflutningi gæludýra. Þannig hafi það til að mynda verið í tilfelli parvo-veirunnar sem á níunda áratug síðustu aldar olli á innan við ári sýkingu hjá köttum víða um heim. „Það var ekki fyrir tilstilli hunda sem kettirnir smituðust, heldur mannfólks. Það var fólkið sem bar veiruna.

Eins og er held ég ekki að staðan sé þannig á Íslandi [að meiri hætta stafi af ferðalögum fólks en gæludýrainnflutningi], en hvað alla nýja sjúkdóma varðar getur staðan verið önnur.“

Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að sé núverandi reglugerðum varðandi bólusetningar, orma- og sýklalyf áfram fylgt þá sé einangrunarvist gæludýra óþörf.  

Meðgöngutími flestra sníkla 7-10 dagar

„Reynist niðurstaðan af áhættumati Willebergs hins vegar sú að einhvers konar einangrun sé nauðsynleg þá hlýtur hún alla vega að geta verið styttri,“ segir Olson. Meðgöngutími flestra sníkla og sýkinga sé 7-10 dagar og því ætti 1-2 vikna einangrunardvöl að nægja, greinist ekki sýking sem taka þurfi á. „Komi hins vegar eitthvað í ljós við þá greiningu þá væri einangrunartíminn framlengdur. Það er bara eðlilegt ferli,“ segir Olson.

Eins sé það sín skoðun að eigendum eigi að vera heimilt að heimsækja dýrið meðan á einangrunarvist stendur.

Það sé einnig spurning hversu afgerandi einangrunin þurfi að vera og nefnir Olson sem dæmi að í þeim tilfellum þar sem einangrun reynist nauðsynleg í Svíþjóð sé beitt svonefndri heimaeinangrun. „Þetta er til dæmis gert í þeim tilfellum þar sem hundum, sem ekki reynast með gilda pappíra, hefur verið smyglað til landsins.“

mbl.is

Innlent »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Í dag á Háteigsskóli 50 ára afmæli. Skólinn státar af um 450 nemendum en í tilefni af afmælinu umkringdu nemendur skólann og sungu afmælissönginn. Vel tókst til á afmælinu og segir skólastýra Háteigsskóla, Arndís Steinþórsdóttir, skólann hafa gengt mikilvægum hlutverkum í gegnum tíðina. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »

Frávísunarkröfu hafnað

15:21 Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina. Meira »

Stal 650 kg af humri og keyrði ölvaður

15:16 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar af ellefu mánuði skilorðsbundna, fyrir að stela 650 kg af humri, auk fleiri brota. Kona sem var samverkamaður hans í öðrum þjófnaði var dæmd í tveggja mánaða fangelsi, þar af annan skilorðsbundinn. Meira »

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

14:45 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna. Meira »

Nær allir orðið vitni að slysi

14:23 „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar að einhver sé lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi +a Vatnsnesvegi. Meira »
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...