Fólkið verður yfirheyrt í dag

Frá eldsvoðanum í gærkvöldi.
Frá eldsvoðanum í gærkvöldi. mbl.is/Hari

Brunavarnir Árnessýslu hafa afhent lögreglunni brunavettvang við Kirkjuveg á Selfossi til rannsóknar og er slökkvistarfinu þar með formlega lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en eldur kom upp í gömlu einbýlishúsi í gær.

Fram kemur að enn séu að koma upp glæður í húsinu og því verði brunavakt áfram á staðnum. Lögregla og tæknideild séu að hefja vinnu á vettvangi en byrjað verði á því að tryggja milligólf hússins, sem er hæð og ris, vegna mögulegrar hrunhættu. 

Skýrslutökur af tveimur einstaklingum sem handteknir voru á vettvangi, karlmanni sem er húsráðandi og konu sem var gestkomandi í húsinu, fara fram í dag. Talið er ljóst að tveir einstaklingar, karlmaður og kona, hafi látist á efri hæð hússins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert