Píratar ræði málin sín á milli

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Haraldur Jónasson/Hari

„Það er erfitt að gefa greinargóð svör um þessi mál akkúrat á þessari stundu. Það er kannski ekki alveg tímabært. Okkar samstarf hefur alltaf verið mjög gott og okkur þykir mjög leitt að sjá þessa tilkynningu. Ég reikna með að framhaldið skýrist á næstu dögum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, innt eftir viðbrögðum við tilkynningu Rannveigar Ernudóttur, varaborgarfulltrúa Pírata á Facebook í gær.

Í tilkynningunni sagði hún hún þröngan hóp­ inn­an Pírata ekki hafa linnt og beitt öll­um brögðum til að hrekja fólk úr flokkn­um. Í sam­tali við mbl.is sagði hún að varaþingmaður væri hluti af þess­um hópi. Rannveig hefur sent skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar er­indi þar sem hún vildi fá að vita um af­leiðing­ar þess ef hún sem kjör­inn full­trúi segði sig úr Pír­öt­um enda hefði hún enn mik­inn áhuga á að starfa fyr­ir borg­ina.

Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, sagði sig úr flokknum í gær vegna ósættisins og birti um málið pistil á Faceboook. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, sagði í samtali við Fréttablaðið að langvarandi uppsöfnuð spenna og pirringu væru ástæðan fyrir úrsögnunum úr flokknum.

Málin skaðleg fyrir flokksstarfið

Spurð hvernig borgarstjórnarflokkurinn muni bregðast við tilkynningunni segir Sigurborg Ósk að málin þurfi að ræða, en málið varði þó innra starf flokksins og umræðan þurfi að því eiga sér stað meðal félagsmanna almennt.

Á mánudag hafa Píratar boðað fund þar sem kynnt verða drög að breytingum á lögum Pírata er varða bann við mismunun, einelti, áreitni, þar á meðal kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi í flokksstarfinu. Spurð hvort málin verði tekin fyrir á fundinum segir Sigurborg Ósk að það sé líklegt, en þó verði málin rædd á fleiri stöðum.

„Við munum ræða þetta okkar á milli, við viljum öll gera það. Stefnan er að gera það á mánudaginn. Þessi mál verða auðvitað rædd á fundinum, en á öðrum stöðum líka,“ segir hún.

Eru þessi mál ekki skaðleg fyrir flokkinn og stjórnmálastarfið?

„Jú, það er greinilegt að það eru í gangi hlutir sem að við þurfum að ávarpa, það er engin spurning. Ég er samt bjartsýn á starf flokksins og mjög jákvæð um framtíðina,“ bætir hún við.

Spurð hvort borgarfulltrúar hafi rætt ósættið í röðum Pírata sín á milli segir Sigurborg Ósk að óformleg samtöl hafi átt sér stað, ástandið sé ekki þannig að fólk talist ekki við.

„En þetta er mál sem við þurfum að ræða með félagsmönnum. Þetta eru mál sem snúa að innra starfi flokksins og tengjast ekki beint borgarstjórnar- eða þingflokknum. Þetta er innra starfið fyrst og fremst,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »

Ágúst tekinn af listanum

Í gær, 22:01 Forsætisnefnd Alþingis barst í lok nóvember erindi með tölvupósti frá hópi þingmanna þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki Klaustursmálið til meðferðar vegna meintra siðabrota. Þar á meðal var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Nafn hans hafði hins vegar verið fjarlægt af listanum í skriflegu erindi sem barst nefndinni 3. desember. Meira »

Kom Þorsteini ekki á óvart

Í gær, 20:08 „Ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um mál Ágústar. Það hefur bara sinn gang og er auðvitað bara jafn sorglegt og hitt,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is. Það kom honum ekki á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursmálið kæmi upp í framhaldinu. Meira »
Spennandi ljósmyndanámskeið
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...