155 þúsund urðu að 9,1 milljón

Vinningshafinn gerði sér ekki grein fyrir því að bónustalan var …
Vinningshafinn gerði sér ekki grein fyrir því að bónustalan var einnig á vinningsröðinni.

Heppinn miðahafi var einn með fimmfaldan alíslenskan þriðja vinning í Víkingalottó síðasta miðvikudag. Maðurinn hélt í fyrstu að hann væri með fimm tölur réttar og vinning upp á rúmlega 155 þúsund krónur.

Honum brá því heldur betur í brún þegar búið var að renna vinningsmiðanum í gegnum sölukassa og í ljós komu fimm réttar aðaltölur ásamt Víkingatölu og vinningur að upphæð rúmlega 9,1 milljón króna.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að vinningsmiðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík og er þetta í annað sinn á tæplega þremur vikum sem stór vinningur kemur upp á miða seldum þar. Síðast var það vinningur upp á 19,3 milljónir króna í Lottó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert