Sagður valdur brunans

Brunarústirnar að Kirkjuvegi 18 á Selfossi.
Brunarústirnar að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1965, var í gær færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði kröfu um að hann sætti framlengdu gæsluvarðhaldi til klukkan 16 þann 29. nóvember næstkomandi.

Er krafan gerð á grundvelli almannahagsmuna, en lögreglan telur uppi rökstuddan grun um að maðurinn hafi valdið eldsvoða í húsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi þann 31. október síðastliðinn. Kemur þetta fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu lögreglunnar.

„Dómari tók sér frest til kl. 11.30 [í dag] til að kveða upp úrskurð um kröfuna. Landsréttur felldi, í [fyrradag], úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að málinu. Hún afplánar nú fangelsisrefsingu vegna eldri dóms. Konan hefur stöðu sakbornings í málinu og verður yfirheyrð að nýju,“ segir í tilkynningunni, en stefnt er að því að yfirheyra konuna í dag.

Konan var handtekin á vettvangi brunans ásamt karlmanninum. Var fólkið í kjölfarið úrskurðað í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætti það einangrun um tíma, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert