Danadrotting heimsækir Ísland 1. desember

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Margréti Danadrottningu þegar Guðni …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Margréti Danadrottningu þegar Guðni fór í opinbera heimsókn til Danmerkur í fyrra. mbl.is/Golli

Margrét II Danadrottning hefur þekkst boð forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að heimsækja Ísland laugardaginn 1. desember næstkomandi og fagna með Íslendingum aldarafmæli fullveldis.

Fram kemur í tilkyninngu frá skrifstofu forsetans, að Danadrottning muni taka þátt í hinni fjölbreyttu dagskrá sem efnt verður til þann dag, meðal annars skoða sýningar í Hörpu og Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, og sitja hátíðarkvöldverð forsetahjóna á Bessastöðum.

Þá mun Danadrottning sækja fullveldisdagskrá í Hörpu að kvöldi 1. desember og flytja þar ávarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert