Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag.

Ágúst Ólafur sagði hins vegar alveg ljóst að það væri verið að skerða framlög til öryrkja um rúmlega milljarð frá því sem boðað hafði verið í tveggja mánaða gömlu frumvarpi. 

Hægt verður á ýms­um fram­kvæmd­um, svo sem við Land­spít­ala, Alþing­is­húsið og Stjórn­ar­ráðið, auk þess sem fram­lög til ör­yrkja verða auk­in um 2,9 millj­arða í stað þeirra 4 millj­arða sem gert hafði verið ráð fyr­ir.

Allt í einu eru 4 milljarðar sem áttu að koma inn 2019 orðnir 2,9 milljarðar. Þetta er afskaplega skýrt og hér er við að þyrla upp ryki og stunda blekkingarleik,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann kvaðst ekki átta sig á þessum vinnubrögðum.

„Ég man ekki eftir svona vinnubrögðum, að menn skeri niður til öryrkja milli umræðna í þingsal.

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óábyrg orðræða þingmanns

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að þessir fjórir milljarðar fari í verkefnið og það standi. „Það sem er kannski lykilatriði hér er að þetta er ekki bara tímabundið heldur mun standa inn í framtíðina,“ sagði Willum.

Hann sagði orðbragð Ágústs Ólafs óábyrgt. „Það er óábyrgt að láta þennan hóp velkjast í vafa um að við ætlum að gera breytingar á kerfinu, að láta hann velkjast í vafa um það hvort bætur eru að hækka. Þær eru að hækka úr 3,4% í 3,6%. Við erum ekki að skerða eitt né neitt í launabótum. Laun þessa fólks standa.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/15/tala_kronuna_nidur_og_verdbolguna_upp/

Ótrúlegt að bjóða upp á þennan málflutning

Ágúst Ólafur steig aftur upp í pontu og sagði að fjórir milljarðar yrðu að 2,9 milljörðum með einu pennastrik. „Það minnir mig á orð þess fjármálaráðherra sem hér situr, sem skildi ekki af hverju öryrkjar föttuðu ekki hversu gott þeir hefðu það á hans vakt,“ sagði Ágúst Ólafur og bætti við að 70% öryrkja hafi tekjur upp á minna en 300 þúsund krónur fyrir skatt.

Það er ótrúlegt að bjóða fólki upp á þann málflutning að öryrkjar ættu nú bara að skilja hversu gott þeir hafa það. Þeir hafa það ekki gott,“ sagði Ágúst Ólafur en umræður um frumvarpið standa enn yfir á Alþingi.

mbl.is