Hæstiréttur fellst á beiðni Glitnis

Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti.
Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. mbl.is/Eggert

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Glitnis Holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media.

Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis Holdco, við mbl.is og segist vera ánægður með niðurstöðuna.

Fram kom á vef RÚV að Hæstiréttur telji lögbannið hafa fallið úr gildi með dómi Landsréttar og kemur það því ekki á borð dómstólsins. Hæstiréttur telur aftur á móti að það hafi verulegt almennt gildi ef fjallað verður um þá kröfu að Stundinni verði bannað að birta fréttir eða aðra umfjöllun byggða á gögnunum og að blaðinu verði gert að afhenda þau Glitni Holdco.

Bæði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur og Lands­rétt­ur höfnuðu kröf­um Glitn­is um staðfest­ingu lög­banns sem sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu lagði á frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media. Um­fjöll­un­in bygg­ist á gögn­um um viðskipta­menn Glitn­is banka, sem varð gjaldþrota í októ­ber árið 2008.

mbl.is