Annie Mist fór í hjartaþræðingu

Annie Mist Þórisdóttir hefur glímt við hjartsláttartruflanir síðustu sex ár.
Annie Mist Þórisdóttir hefur glímt við hjartsláttartruflanir síðustu sex ár. Ljósmynd/Facebook

Crossfit-keppandinn Annie Mist Þórisdóttir fór í eins konar hjartaþræðingu á mánudag vegna hjartsláttartruflana sem hún hefur þurft að glíma við síðustu sex ár.

Annie Mist hefur stundað og keppt í crossfit í tíu ár og tvisvar sinnum hlotið titilinn hraustasta kona í heimi. Á heimsleikunum í crossfit í sumar fann hún fyrir hjartsláttartruflunum í fyrsta skipti í keppni og ákvað hún í kjölfarið að leita aðstoðar læknis.

Á mánudag gekkst hún undir eins konar hjartaþræðingu þar sem upptök hjartsláttartruflananna voru greind. „Þarna lá ég með fullri meðvitund með þrjá víra inn í hjartanu sem pumpuðu adrenalíni, stresshormónum og rafskautum til að fá hjartað til að slá eins hratt og mögulegt er. Það var mjög skrýtin tilfinning og í hreinskilni sagt fyndið að líða eins og ég væri á erfiðri æfingu liggjandi á spítala,“ skrifar Annie Mist í færslu á Instagram-síðu sinni.

Rót vandans fannst en Annie Mist segir að hún sé á stað sem hún treystir sér ekki til að taka áhættu á að laga að þessu sinni. „Allt gekk vel og við komumst að því að ég er með mjög sterkt hjarta,“ skrifar Annie Mist.

Hún horfir björtum augum til framtíðar og segir að hjartsláttartruflanirnar muni ekki hægja á henni. Hún þarf hins vegar að hinkra í fimm daga í viðbót áður en hún getur hafið æfingar að nýju.

View this post on Instagram

I have had a heart arrhythmia for the past 6 years or so. It has not bothered me that much in daily life, as it only happens every 2-3 months or so. This year it happened for the first time during competition - the caos event- so I decided to have someone take a look at it. This is something I have dreaded to do for a long time now so it was a big step for me to take. I went for a “surgery” this Monday. It’s crazy to think and experience what is possible with modern medicine. There I was lying on the table fully awake with 3 wires inside my heart getting pumped with Adrenaline - stress hormone and electro stimulation to get my heart beating fast enough. It was such a strange and honestly funny feeling to be there feeling like I was in a hard core training session while lying flat in a hospital bed. We did find out where my extra beats are likely getting produced but it is in a spot where I am not sure if I’m willing to take the risk to get it fixed. Everything went really well and we found out I have extremely strong heart ♥️ I am so incredibly grateful for the doctors and the nurses how sweet they were and safe they all made me feel. Now it’s back to full training in only 5 more days!!! This won’t slow me down 🔥👊 got my eye on the 🥇

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 28, 2018 at 3:48pm PST


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert