„Einfaldlega tóm þvæla“

„Þetta er einfaldlega tóm þvæla sem er verið að tala um á þessum upptökum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um staðhæfingu Gunnars Braga Sveinssonar um að hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum vegna skipunar sinnar á Geir Haarde sem sendiherra, sem heyrist á upptökum á barnum Klaustri.

Bjarni vill ekki tjá sig um hvort þingmenn sem heyrast tala á upptökunum segi af sér en segir þó að það sem þar heyrist sé með öllu óboðlegt. mbl.is ræddi við Bjarna í ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem ríkisstjórnin fagnaði eins árs afmæli og fundaði.

Í myndskeiðinu er rætt við Bjarna um upptökurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert