Fjölbreytni skilar betri vinnustað

Stefán Bjarnason fjármálastjóri Stillingar og Hlynur Jónasson, atvinnulífsráðgjafi, eru sammála ...
Stefán Bjarnason fjármálastjóri Stillingar og Hlynur Jónasson, atvinnulífsráðgjafi, eru sammála um gildi þess að vinnustaðir séu fjölbreyttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks.

Virk og Laug­ar­ás­inn hafa síðan árið 2012 unnið að upp­bygg­ingu ár­ang­urs­ríkr­ar starf­send­ur­hæf­ing­ar fyr­ir ungt fólk með geðrofs­sjúk­dóma og geðklofa á byrjunarstigi. Sam­starfs­verk­efnið er grund­vallað á IPS (Indi­vidual Placement and Supp­ort) hug­mynda­fræðinni sem bygg­ir á gagn­reynd­um aðferðum og fel­ur í sér að fólk fari beint út á vinnu­markað en njóti stuðnings og eft­ir­fylgni frá þverfag­legu teymi. 

IPS á upp­runa sinn í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig verið notað með góðum ár­angri í Evr­ópu og Ástralíu. Virk og Laug­ar­ás­inn voru með þeim fyrstu til að inn­leiða hug­mynda­fræðina á Íslandi en henni er einnig beitt hjá geðheilsu­teymi aust­ur og vest­ur á veg­um heilsu­gæslu­stöðvanna, í sam­starfi við Virk.

Það er mjög mik­il­væg­ast að hver og einn ein­stak­ling­ur í verk­efn­inu fái góðan og ör­ugg­an stuðning sem miðaður er við þarf­ir hans og að þeir sem fara út á vinnu­markaðinn í kjöl­far starf­send­ur­hæf­ing­ar í IPS-verk­efn­inu njóta stuðnings þverfag­legs stuðningsteym­is.

Hlynur hefur komið að IPS verkefninu allt frá upphafi en á þeim tíma voru VIRK og geðsvið Landspítalans í sameiningu að leita að atvinnutengdum úrræðum og alltaf kom IPS hugmyndafræðin upp.  

„Fegurðin í hugmyndafræðinni gengur út á að horfa á styrkleika einstaklingsins í stað veikleika og byggja atvinnuleitina á því áhugasviði og síðan en ekki síst, góðum vinnustað og vinnufélögum. Það er gulls ígildi þegar þetta tvennt fer saman,“ segir Hlynur.

Aldrei hvarflað að þeim að þiggja styrk 

Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í ...
Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu en fyrirtækið var stofnað árið 1960. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stilling er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur tekið þátt í verkefninu en að sögn Stefáns Bjarnasonar, fjármálastjóra Stillingar, höfðu eigendur Stillingar skoðað möguleikann á að fá til starfa á sumrin ungmenni sem stóðu illa félagslega, meðal annars vegna eineltis, en ekkert hafði komið út úr því. Þegar Hlynur hafði samband við stjórnendur Stillingar fyrir fjórum árum ákváðu þeir að taka þátt.

„Okkur leist mjög vel á að fá til starfa einstaklinga sem kannski hafa ekki greiðan aðgang að vinnumarkaðnum. Hver sem kvillinn er, andlegur eða líkamlegur. Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og allir starfsmenn tekið þátt í að láta viðkomandi líða vel á vinnustaðnum,“ segir Stefán.

„Okkur var bent á að við ættum að rétt á styrk frá ríkinu þar sem við tækjum þátt í þessu verkefni en það hefur aldrei hvarflað að okkur. Enda engin ástæða til þar sem viðkomandi skilar sínu starfi með miklum sóma og því alls ekki við hæfi að taka við einhverjum styrkjum frá ríkinu,” segir Stefán og Hlynur tekur undir með honum.

„Fyrirtæki sem fara inn á þessum forsendum eru að fara inn á röngum forsendum,“ segir Stefán. Hann segir eðlilegt að sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja og í raun sé varla hægt að tala um samfélagslega ábyrgð heldur miklu frekar um ábyrgan rekstur á fyrirtæki sem ráði til starfa einstaklinga sem sinna sínu starfi. Einstaklinga sem fá greitt fyrir sína vinnu líkt og allir aðrir,“ segir Stefán.

Vel tekið af öllum starfsmönnum

Hlynur segir að með þátttöku fyrirtækja í IPS  opnist oft á umræðu meðal starfsfólks og auki vitund þess sem og stjórnenda á því að fjölbreytni sé af hinu góða.

„Að ekki séu allir eins hvorki í útliti né atferli. Opnar umræðu sem ekki þótti í lagi hér áður, það er að segja frá því hvernig þér líður og  hvað ami að. Umræða sem geri vinnustaði einfaldlega heilbrigðari. Ég þekki það frá mörgum vinnustöðum þar sem starfsfólkið hefur tjáð mér að þetta hafi breytt þeim. Virkni á vinnustaðnum hafi aukist og fólk tilbúið til þess að taka þátt í að aðstoða aðra,“ segir Hlynur.

Stefán tekur undir þetta en hjá Stillingu kynntu stjórnendur verkefnið fyrirfram fyrir starfsfólki og það hvatt til þess að taka þessum einstaklingi opnum örmum og það hafi gengið eftir. „Við erum hans fjölskylda og honum líður vel í vinnunni,“ segir Stefán.

Þeir Hlynur og Stefán eru sammála um mikilvægi þess að vel sé haldið um verkefni sem þessi og fræðsla nauðsynleg bæði fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn. 

Margir þeirra sem glíma við alvarleg andleg veikindi koma úr félagslega einangruðu umhverfi og hafa jafnvel misst vini og annað stuðningsnet.

„Þess vegna getur þessi vinnustaður verið svo miklu meira en vinnustaður og að mörgu leyti getur vinnustaðurinn orðið enn mikilvægari þáttur í þeirra lífi en gengur og gerist. Þannig að fólk getur gert sér grein fyrir því hvað þetta er mikilvægt úrræði,“ segir Hlynur.

Hlynur Jónasson og Stefán Bjarnason.
Hlynur Jónasson og Stefán Bjarnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægt að nýta á fjölbreyttan hátt

Spurður um hvort farið sé að beit IPS hugmyndafræðinni víðar segir Hlynur að í Bandaríkjunum henni sé beitt meðal annars sem starfsendurhæfingarúrræði fyrir mænuskaða og fyrrverandi hermenn. Að auðvelt sé að yfirfæra hugmyndafræðina og beita henni víðar, svo sem fyrir fólk sem glímir við annars konar veikindi eða yfir á skólakerfið.

IPS hefur gefið besta raun í þeim löndum þar sem lögð er áhersla á að koma fólki í virkni. Þjóðirnar sem hafa náð lengst tala aldrei um veikleika eða skerðingar heldur sníða starfið eftir styrkleikum viðkomandi sem er kjarni hugmyndafræðinnar, að sögn Hlyns.

Hlynur segir að í mörgum tilvikum væru þeir sem eru þátttakendur í þessari starfsendurhæfingu ekki á þeim góða stað sem þeir eru í lífinu ef þeir hefðu ekki átt þess kost að taka þátt.

Hann segist vonast til þess sjá fleiri fyrirtæki á Íslandi taka þátt og að samtök á vinnumarkaði geri sitt til þess að auka áhuga fyrirtækja á þátttöku með því að bjóða upp á fræðslu sem eigi erindi við þeirra félagsmenn.

„Það er mikill misskilningur að allir þeir einstaklingar sem glímt hafi við langtíma atvinnuleysi vilji ekki vinna, ekki aðeins vilja þeir vinna heldur hafa til þessi þekkingu, hæfileika og getu. Þeir þurfa hinsvegar meiri aðstoð en þeir hafa fengið til þessa til að það markmið náist og engum dylst að einstaklingur sem hefur lágt sjálfsmat eftir langtíma atvinnuleysi á ekki möguleika á opnum atvinnuauglýsinga markaði þar sem starfsauglýsingar óskar eftir snillingum eða löngu bréfi um eigið ágæti. Þarna er viðhorfsbreytinga þörf,“ segir Hlynur.

Hér er hægt að lesa nánar um hugmyndafræðinga á bak við IPS

mbl.is

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...