Fjölbreytni skilar betri vinnustað

Stefán Bjarnason fjármálastjóri Stillingar og Hlynur Jónasson, atvinnulífsráðgjafi, eru sammála ...
Stefán Bjarnason fjármálastjóri Stillingar og Hlynur Jónasson, atvinnulífsráðgjafi, eru sammála um gildi þess að vinnustaðir séu fjölbreyttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks.

Virk og Laug­ar­ás­inn hafa síðan árið 2012 unnið að upp­bygg­ingu ár­ang­urs­ríkr­ar starf­send­ur­hæf­ing­ar fyr­ir ungt fólk með geðrofs­sjúk­dóma og geðklofa á byrjunarstigi. Sam­starfs­verk­efnið er grund­vallað á IPS (Indi­vidual Placement and Supp­ort) hug­mynda­fræðinni sem bygg­ir á gagn­reynd­um aðferðum og fel­ur í sér að fólk fari beint út á vinnu­markað en njóti stuðnings og eft­ir­fylgni frá þverfag­legu teymi. 

IPS á upp­runa sinn í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig verið notað með góðum ár­angri í Evr­ópu og Ástralíu. Virk og Laug­ar­ás­inn voru með þeim fyrstu til að inn­leiða hug­mynda­fræðina á Íslandi en henni er einnig beitt hjá geðheilsu­teymi aust­ur og vest­ur á veg­um heilsu­gæslu­stöðvanna, í sam­starfi við Virk.

Það er mjög mik­il­væg­ast að hver og einn ein­stak­ling­ur í verk­efn­inu fái góðan og ör­ugg­an stuðning sem miðaður er við þarf­ir hans og að þeir sem fara út á vinnu­markaðinn í kjöl­far starf­send­ur­hæf­ing­ar í IPS-verk­efn­inu njóta stuðnings þverfag­legs stuðningsteym­is.

Hlynur hefur komið að IPS verkefninu allt frá upphafi en á þeim tíma voru VIRK og geðsvið Landspítalans í sameiningu að leita að atvinnutengdum úrræðum og alltaf kom IPS hugmyndafræðin upp.  

„Fegurðin í hugmyndafræðinni gengur út á að horfa á styrkleika einstaklingsins í stað veikleika og byggja atvinnuleitina á því áhugasviði og síðan en ekki síst, góðum vinnustað og vinnufélögum. Það er gulls ígildi þegar þetta tvennt fer saman,“ segir Hlynur.

Aldrei hvarflað að þeim að þiggja styrk 

Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í ...
Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu en fyrirtækið var stofnað árið 1960. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stilling er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur tekið þátt í verkefninu en að sögn Stefáns Bjarnasonar, fjármálastjóra Stillingar, höfðu eigendur Stillingar skoðað möguleikann á að fá til starfa á sumrin ungmenni sem stóðu illa félagslega, meðal annars vegna eineltis, en ekkert hafði komið út úr því. Þegar Hlynur hafði samband við stjórnendur Stillingar fyrir fjórum árum ákváðu þeir að taka þátt.

„Okkur leist mjög vel á að fá til starfa einstaklinga sem kannski hafa ekki greiðan aðgang að vinnumarkaðnum. Hver sem kvillinn er, andlegur eða líkamlegur. Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og allir starfsmenn tekið þátt í að láta viðkomandi líða vel á vinnustaðnum,“ segir Stefán.

„Okkur var bent á að við ættum að rétt á styrk frá ríkinu þar sem við tækjum þátt í þessu verkefni en það hefur aldrei hvarflað að okkur. Enda engin ástæða til þar sem viðkomandi skilar sínu starfi með miklum sóma og því alls ekki við hæfi að taka við einhverjum styrkjum frá ríkinu,” segir Stefán og Hlynur tekur undir með honum.

„Fyrirtæki sem fara inn á þessum forsendum eru að fara inn á röngum forsendum,“ segir Stefán. Hann segir eðlilegt að sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja og í raun sé varla hægt að tala um samfélagslega ábyrgð heldur miklu frekar um ábyrgan rekstur á fyrirtæki sem ráði til starfa einstaklinga sem sinna sínu starfi. Einstaklinga sem fá greitt fyrir sína vinnu líkt og allir aðrir,“ segir Stefán.

Vel tekið af öllum starfsmönnum

Hlynur segir að með þátttöku fyrirtækja í IPS  opnist oft á umræðu meðal starfsfólks og auki vitund þess sem og stjórnenda á því að fjölbreytni sé af hinu góða.

„Að ekki séu allir eins hvorki í útliti né atferli. Opnar umræðu sem ekki þótti í lagi hér áður, það er að segja frá því hvernig þér líður og  hvað ami að. Umræða sem geri vinnustaði einfaldlega heilbrigðari. Ég þekki það frá mörgum vinnustöðum þar sem starfsfólkið hefur tjáð mér að þetta hafi breytt þeim. Virkni á vinnustaðnum hafi aukist og fólk tilbúið til þess að taka þátt í að aðstoða aðra,“ segir Hlynur.

Stefán tekur undir þetta en hjá Stillingu kynntu stjórnendur verkefnið fyrirfram fyrir starfsfólki og það hvatt til þess að taka þessum einstaklingi opnum örmum og það hafi gengið eftir. „Við erum hans fjölskylda og honum líður vel í vinnunni,“ segir Stefán.

Þeir Hlynur og Stefán eru sammála um mikilvægi þess að vel sé haldið um verkefni sem þessi og fræðsla nauðsynleg bæði fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn. 

Margir þeirra sem glíma við alvarleg andleg veikindi koma úr félagslega einangruðu umhverfi og hafa jafnvel misst vini og annað stuðningsnet.

„Þess vegna getur þessi vinnustaður verið svo miklu meira en vinnustaður og að mörgu leyti getur vinnustaðurinn orðið enn mikilvægari þáttur í þeirra lífi en gengur og gerist. Þannig að fólk getur gert sér grein fyrir því hvað þetta er mikilvægt úrræði,“ segir Hlynur.

Hlynur Jónasson og Stefán Bjarnason.
Hlynur Jónasson og Stefán Bjarnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægt að nýta á fjölbreyttan hátt

Spurður um hvort farið sé að beit IPS hugmyndafræðinni víðar segir Hlynur að í Bandaríkjunum henni sé beitt meðal annars sem starfsendurhæfingarúrræði fyrir mænuskaða og fyrrverandi hermenn. Að auðvelt sé að yfirfæra hugmyndafræðina og beita henni víðar, svo sem fyrir fólk sem glímir við annars konar veikindi eða yfir á skólakerfið.

IPS hefur gefið besta raun í þeim löndum þar sem lögð er áhersla á að koma fólki í virkni. Þjóðirnar sem hafa náð lengst tala aldrei um veikleika eða skerðingar heldur sníða starfið eftir styrkleikum viðkomandi sem er kjarni hugmyndafræðinnar, að sögn Hlyns.

Hlynur segir að í mörgum tilvikum væru þeir sem eru þátttakendur í þessari starfsendurhæfingu ekki á þeim góða stað sem þeir eru í lífinu ef þeir hefðu ekki átt þess kost að taka þátt.

Hann segist vonast til þess sjá fleiri fyrirtæki á Íslandi taka þátt og að samtök á vinnumarkaði geri sitt til þess að auka áhuga fyrirtækja á þátttöku með því að bjóða upp á fræðslu sem eigi erindi við þeirra félagsmenn.

„Það er mikill misskilningur að allir þeir einstaklingar sem glímt hafi við langtíma atvinnuleysi vilji ekki vinna, ekki aðeins vilja þeir vinna heldur hafa til þessi þekkingu, hæfileika og getu. Þeir þurfa hinsvegar meiri aðstoð en þeir hafa fengið til þessa til að það markmið náist og engum dylst að einstaklingur sem hefur lágt sjálfsmat eftir langtíma atvinnuleysi á ekki möguleika á opnum atvinnuauglýsinga markaði þar sem starfsauglýsingar óskar eftir snillingum eða löngu bréfi um eigið ágæti. Þarna er viðhorfsbreytinga þörf,“ segir Hlynur.

Hér er hægt að lesa nánar um hugmyndafræðinga á bak við IPS

mbl.is

Innlent »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

05:30 Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Vegmerkingum ábótavant

05:30 Tafist hefur í um þrjár til fjórar vikur að vegmerkja vegarkafla á Sæbraut í Reykjavík eftir malbikunarframkvæmdir þar í júní. Meira »

Batnandi ástand og vaðandi makríll

05:30 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira »

Minna í húsnæði en hjá ESB

05:30 Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.  Meira »
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...