Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923 ehf.
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923 ehf. mbl.is/Árni Sæberg

„Við getum orðað það þannig að þetta sé mjög sjaldgæft. Það eru til dómafordæmi um þetta en það er sjaldgæft,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús EK1923 ehf., um dóm Landsréttar sem féll sl. föstudag í samtali við mbl.is

Landsréttur sneri þá við dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi Skúla Gunnar Sigfússon, kenndan við Subway, til að greiða þrotabúi EK1923 um 2,3 milljónir í skaðabætur vegna greiðslu sem EK1923 innti af hendi til kröfuhafans Evron Foods Ltd.

Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu þrátt fyrir að Skúli hefði hvorki verið framkvæmdarstjóri félagsins eða í stjórn þess þegar greiðslan var innt af hendi. Landsréttur taldi aftur á móti sannað að Skúli hefði með beinum eða óbeinum hætti gefið fyrirmæli um að skuldin yrði greidd og hefði því valdið EK1923 tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti.

Leppur fenginn í stjórn félagsins

„Það í raun byggir á því að þó að stefndi í málinu, Skúli Gunnar, hafi ekki verið í stjórn eða verið framkvæmdarstjóri þá hafi hann sem eigandi tekið hina eiginlegu ákvörðun [að greiða reikning til Evron Foods Ltd], segir Sveinn Andri og bætir við:

„Það er gert ráð fyrir því í lögum um einkahlutafélög að eigandi geti borið skaðabótaábyrgð á ákvörðun félags þó hann hafi ekki formlega stöðu [sem framkvæmdarstjóri eða stjórnarmaður]. Það er sérstaklega talið geta átt við þegar það er bara einn eigandi einkahlutafélags eða eins og í þessu tilviki þegar það er útfarastjóri eða leppur fenginn í stjórnina sem veit hvorki lönd né strönd.“

„Frestdagur, það er dagurinn sem gjaldþrotabeiðni er lögð fram, var 9. maí 2016 en þarna er reikningur til erlends kröfuhafa Subway sem er greiddur 11. ágúst þá tæplega mánuði fyrir úrskurðardag [um gjaldþrotaskipti]. Landsréttur taldi sannað að stefndi, Skúli Gunnar, hefði bæði tekið hina eiginlegu ákvörðun um þetta og hefði hagsmuni af því. Þannig hann er talinn hafa valdið búinu tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti,“ útskýrir Sveinn Andri.

Þrýstingur frá erlendum birgja

Niðurstaða Landsréttar var meðal annars byggð á framburði Friðriks Friðrikssonar, fyrrverandi rekstrarráðgjafa EK1923, Steingríms Hjaltasonar, stjórnarmanni EK1923, auk tölvupóstsamskipta milli þremenninganna. Þá var einnig byggt á tölvupóstum sem Skúli sendi samstarfsmanni sínum Guðmundi Hjaltasyni.

Sveinn segir að við skoðun á tölvupóstum Skúla til Friðriks og Guðmundar megi sjá að Skúli spyrji þá hvers vegna reikningurinn hafi ekki verið greiddur. „Þá hafði erlendi birginn snúið sér beint að honum [Skúla] og kvartað yfir því að reikningurinn væri ógreiddur. Þá sendir hann tölvupósta á Friðrik og Guðmund. Þeir aftur a móti sóru fyrir það í héraðsdómi að hafa haft afskipti af þessu.“

Spurður hvort að Evron Foods Ltd., með því að setja sig í beint samband við Skúla vegna skuldarinnar, hafi verið að setja þrýsting á hann til að liðka fyrir áframhaldandi viðskiptum segir Sveinn:

„Það var svo sem ekkert hægt að fullyrða um það en þeir voru að beina fyrirspurnum til hans og athugasemdum við að reikningurinn væri ógreiddur og í stað þess að borga hann sjálfur eða hans fyrirtæki þá lætur hann EK1923 borga þrátt fyrir að EK1923 væri hætt starfsemi og það væru fullt af öðrum kröfuhöfum sem voru að bera skarðan hlut frá borði.“

„Þá var þessi [kröfuhafi] tekinn fram yfir aðra og það var borgað, eftir frestdag, sem gengur auðvitað ekki upp,“ bætir Sveinn við og telur ólíklegt að dómnum verði áfrýjað.

Enn á eftir að dæma í stærsta málinu

Dómurinn er sá þriðji sem fellur á skömmum tíma þar sem Sveinn Andri sem skiptastjóri þrotabús EK1923 hefur betur í máli gegn Skúla eða félögum í hans eigu. Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway, var í síðustu viku dæmt til að greiða þrotabúinu 15 milljónir króna.

Þá var fasteignafélag Skúla, Sjöstjarnan ehf., dæmt til að greiða þrotabúinu tæpar 223 milljónir í héraðsdómi í október og staðfesti héraðsdómur á sama tíma riftun greiðslu EK1923 til Sjöstjörnunnar að fjárhæð 21,3 milljónir. Uppreiknaðar með vöxtum og dráttarvöxtum nema kröfurnar um 407 milljónum króna.

Þeim málum var áfrýjað og verða tekin fyrir saman fyrir Landsrétti um mitt næsta ár.

Héraðssaksóknari rannsakar Skúla

Þá kom fram á Vísi í september að Sveinn Andri hefði tilkynnt Skúla, sem eiganda Sjöstjörnunnar, og Guðmund Hjaltason, framkvæmdarstjóra félagsins, til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um að þeir hafi gerst sekir um skilasvik og fjárdrátt eða umboðssvik í störfum sínum fyrir félagið.

Meint brot eiga að varða við refsiákvæði gjaldþrotalaga og ákvæði almennra hegningarlaga um fjársvik og skjalafals. Þá vakti Sveinn Andri athygli á þeim grun sínum að Skúli, Guðmundur og lögmaður Sjöstjörnunnar hafi lagt fram efnislega röng sönnunargögn og/eða haldið réttum sönnunargögnum og upplýsingum frá dómi í staðfestingarmáli er varðaði kyrrsetningu á eignum Skúla.

Endurskoðandi félagsins og lögmaður þess í málum er varða þrotabú EK voru einnig tilkynntir til embættisins auk þess sem Sveinn Andri taldi tilefni til að kanna aðkomu KPMG og Landsbankans að málinu.

Sveinn Andri segir við mbl.is að hann hafi enga ástæðu til að ætla annað en að ákært verði í málinu en það velti hins vegar á héraðssaksóknara eða ríkissaksóknara ef svo ber undir.

Fulltrúi héraðssaksóknara sem fer með rannsókn málsins staðfesti, í samtali við mbl.is fyrr í dag, að rannsóknin væri í fullum gangi en gat ekki tjáð sig frekar um hana.

mbl.is

Innlent »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...