Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

Hjónavígslur fóru meðal annars fram úti í náttúrunni.
Hjónavígslur fóru meðal annars fram úti í náttúrunni. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%.

80 giftu sig í þjóðkirkjunni eða þriðjungur, 34 einstaklingar gengu í hjúskap í trúfélagi utan þjóðkirkju og sex einstaklingar giftu sig erlendis.

Svipaða sögu er að segja af þeim 162 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í október. 78 þeirra gengu í hjúskap hjá sýslumanni eða 58% og 58 giftu sig í þjóðkirkjunni eða 38,7%.

Fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár að alls hafa 3.502 einstaklingar stofnað til hjúskapar á fyrstu ellefu mánuðum ársins, 1.734 innan þjóðkirkju, en 1.768 utan hennar. Á síðasta ári gengu 3.956 manns í hjónaband og var það metár, að því er fram kemur í umfjöllun um hjónavígslur og skilnaði í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert