Serótónín seldist upp

Michel Houellebecq.
Michel Houellebecq. AFP

Nýjasta bók franska rithöfundarins Michel Houellebecq, Sérotonine, er uppseld í Frakklandi og er nýtt upplag væntanlegt. Alls voru prentuð 320 þúsund eintök í fyrstu og er verið að prenta 50 þúsund eintök til viðbótar. Að meðaltali eru skáldsögur prentaðar í fimm þúsund eintökum í Frakklandi. 

Bókin er þegar mest selda bókin í Frakklandi en tæp vika er frá útgáfu hennar. Sérotonine eða Serótónín á íslensku er sjöunda skáldsaga Houellebecq og líkt og áður, vekur bókin mikla athygli og um leið skiptar skoðanir.

Enn á ný virðist Houellebecq hafa séð fram í tímann því í bókinni segir frá þunglyndum landbúnaðarverkfræðingi (hann er sjálfur landbúnaðarverkfræðingur að mennt) sem snýr aftur til heimahaganna í franskri sveit niðurbrotinn á líkama og sál vegna alþjóðavæðingarinnar og stefnu Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum. Eitthvað sem minnir töluvert á mótmæli gul-vestunga (Mouvement des gilets jaunes) sem hafa verið áberandi í Frakklandi og víðar undanfarnar vikur.

Bók Michel Houellebecq hefur selst margfalt betur en gengur og ...
Bók Michel Houellebecq hefur selst margfalt betur en gengur og gerist með skáldsögur í Frakklandi. AFP

Bókin hefur fengið misjafna dóma hjá gagnrýnendum en þeir virðast vera á sama máli um eitt - hún er sennilega drungalegasta verk Houellebecq.

Sérotonine hefur verið þýdd yfir á þýsku, ítölsku og spænsku og von er á henni á ensku í september. 

Stella Soffía Jóhannsdóttir, verkefnastjóri útgáfu Forlagsins, segir að verið sé að skoða með útgáfu bókarinnar á íslensku en ekki liggi fyrir á þessari stundi hvenær hún kemur út á íslensku. 

Síðasta bók Michels Houellebecqs, Soumission eða Undirgefni, kom út daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur tímaritisins Charlie Hebdo og myrtu tólf manns. Á forsíðu þess tölublaðs tímaritsins, sem kom út þann dag, 8. janúar, var teikning af Houellebecq í tilefni af útkomu bókarinnar þar sem hann er látinn segja að 2015 muni hann missa tennurnar, 2022 muni hann halda upp á ramadan.

Bókin hafði vakið mikið umtal í nokkrar vikur áður en hún kom út því að í henni komast múslimar til valda í Frakklandi. Þar lætur Houellebecq sósíalista og hægri menn fylkja sér að baki frambjóðanda múslima í kosningum til að koma í veg fyrir að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, verði forseti. Le Pen hefur sagt að bókin sé „skáldsaga sem dag einn getur orðið að veruleika“. Fyrir árásina sögðu gagnrýnendur að Houellebecq léki sér að eldinum.

Daginn eftir árásina tilkynnti Houellebecq að hann hefði hætt við alla kynningu á bókinni. Viðtal við Houellebecq var sent út á mánudagskvöld á sjónvarpsstöðinni Canal+. Viðtalið var tekið daginn eftir árásina, en útsendingu þess var frestað um nokkra daga. Þar vísar Houellebecq því á bug að bókin gæti ýtt undir ótta við íslam og segir að ábyrgð höfundar á afleiðingum skáldskapar síns í raunveruleikanum sé engin. Hann láti ekki segja sér: „Þú ert frjáls, en sýndu ábyrgðarkennd.“ Málfrelsinu séu engin mörk sett. Árið 2001 sagði Houellebecq í viðtali að „heimskustu trúarbrögðin eru, horfumst í augu við það, íslam“ og vakti uppnám.

Í Undirgefni er Frakkland undir stjórn Mohammeds Bens Abbes, sem er sonur kaupmanns frá Túnis og með gráðu frá elítuháskólanum École Nationale d'Administration. Hann vill líkjast Ágústusi Rómarkeisara og innleiða menningu Norður-Afríku og Tyrklands í Evrópu. Með fjárfestingu frá Mið-Austurlöndum er franskur efnahagur í blóma. Sjaríalög gilda, fjölkvæni er löglegt og konur hylja sig á almannafæri og gerast húsmæður. Sögumaður gengur íslam á hönd til að halda stöðu sinni við Sorbonne.

Bók hans Platforme kom út árið 2001 og er þar fjallað um kynlífsiðnaðinn í Taílandi og þar framin hryðjuverkaárás á vinsælum næturklúbbi meðal Vesturlandabúa. Ári eftir að bókin kom út gerðu íslamskir öfgasinnar árás á bar og næturklúbb á indónesísku ferðamannaeyjunni Bali og létust 202 í árásunum.

Skáldsaga hans, Kortið og landið, kom út í þýðingu Friðriks Rafnssonar haustið 2012 en Friðrik hefur þýtt fjórar bækur hans á íslensku. Af því tilefni kom Houellebecq til Íslands og las upp úr bók sinni en áður hafði Friðrik þýtt Öreindirnar og Áform. 

Grein Friðriks Rafnssonar um rithöfundinn í TMM en þar kemur fram að forsaga Íslandsferðarinnar var sú að Friðrik hafði fyrir milligöngu sameiginlegs vinar samband við Michel Houellebecq í ágúst 2012 uppá von og óvon til að láta hann vita að nýjasta skáldsagan hans, Kortið og landið, kæmi út á íslensku í október og kanna um leið hvort hann hefði áhuga og tök á því að koma til landsins, kynna bókina og skoða sig aðeins um á landinu.

„Mér til mikillar undrunar og ánægju svaraði hann nokkuð fljótt og sagðist geta komið í lok september eða fyrripart október. Ákvörðunin um að bjóða honum var nokkur áhætta, bæði fyrir mig og útgefandann, Forlagið, enda hafði Houellebecq í þrígang þekkst boð um að koma hingað til lands en aldrei komist.

Fyrst var það árið 2001, en þá stangaðist ferðaplanið á við vinnu hans við erótíska kvikmynd. Tökur áttu einmitt að fara fram þá daga sem hann hafði fyrirhugað að koma hingað. Síðan var það 2003, en þá átti hann í verulegum persónulegum erfiðleikum og varð að hætta við. Loks var það 2011 þegar hann átti að koma hingað í boði Listahátíðar í Reykjavík og Alliance française, en þá vildi ekki betur til en svo að það fór að gjósa í Grímsvötnum daginn sem hann átti að koma svo að hann hætti við af ótta við að verða innlyksa hérlendis í óvissan tíma eins og tilfellið hafði verið um fjölda fólks þegar Eyjafjallajökull hafði gosið árið áður.“

Grein Guardian um nýju bókina

Áður en Michel Houellebecq hóf að skrifa skáldsögur, var hann lítt þekkt ljóðskáld í París, sem sá um tölvurnar í franska þinghúsinu til að eiga fyrir kvöldmatnum. Eitt sinn tók hann að sér að rita bók um Bandaríkjamanninn H.P. Lovecraft. Houellebecq hafði kynnst vísindaskáldsögum hans sem unglingur og þær höfðu haft djúpstæð áhrif á hann. Titillinn á bókinni var H.P.Lovecraft. Contre le monde, contre la vie sem þýðir "gegn heiminum, gegn lífinu". 

Skáldsögur Houellebecq: Extension du domaine de la lutte , Les Particules élémentaires (Öreindirnar í íslenskri þýðingu), Plateforme (Áform í íslenskri þýðingu), La Possibilité d'une île, La Carte et le Territoire (Kortið og landið í íslenskri þýðingu), Soumission (Undirgefni í íslenskri þýðingu) og nú Sérotonine.

Houellebecq, sem er harður andstæðingur Evrópusambandsins, skrifaði nýju bókina löngu áður en mótmælin hófust í Frakklandi fyrir tveimur mánuðum. Í bókinni fær hann sveitunga sína til þess að rísa upp og mótmæla, meðal annars með því að setja upp vegartálma á þjóðvegum Frakklands, líkt og gul-vestungar gerðu í nóvember.

Bóksalar segja að bókin hafi bókstaflega verið rifin út og í raun hafi ekkert annað selst í bókabúðum en hún fyrstu dagana eftir útgáfu. 

Houellebecq var heiðraður af franska ríkinu á nýársdag er Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veitti honum æðstu orðu ríkisins, Légion d'Honneur, fyrir framlag hans til bókmenntanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greiningar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...