Serótónín seldist upp

Michel Houellebecq.
Michel Houellebecq. AFP

Nýjasta bók franska rithöfundarins Michel Houellebecq, Sérotonine, er uppseld í Frakklandi og er nýtt upplag væntanlegt. Alls voru prentuð 320 þúsund eintök í fyrstu og er verið að prenta 50 þúsund eintök til viðbótar. Að meðaltali eru skáldsögur prentaðar í fimm þúsund eintökum í Frakklandi. 

Bókin er þegar mest selda bókin í Frakklandi en tæp vika er frá útgáfu hennar. Sérotonine eða Serótónín á íslensku er sjöunda skáldsaga Houellebecq og líkt og áður, vekur bókin mikla athygli og um leið skiptar skoðanir.

Enn á ný virðist Houellebecq hafa séð fram í tímann því í bókinni segir frá þunglyndum landbúnaðarverkfræðingi (hann er sjálfur landbúnaðarverkfræðingur að mennt) sem snýr aftur til heimahaganna í franskri sveit niðurbrotinn á líkama og sál vegna alþjóðavæðingarinnar og stefnu Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum. Eitthvað sem minnir töluvert á mótmæli gul-vestunga (Mouvement des gilets jaunes) sem hafa verið áberandi í Frakklandi og víðar undanfarnar vikur.

Bók Michel Houellebecq hefur selst margfalt betur en gengur og ...
Bók Michel Houellebecq hefur selst margfalt betur en gengur og gerist með skáldsögur í Frakklandi. AFP

Bókin hefur fengið misjafna dóma hjá gagnrýnendum en þeir virðast vera á sama máli um eitt - hún er sennilega drungalegasta verk Houellebecq.

Sérotonine hefur verið þýdd yfir á þýsku, ítölsku og spænsku og von er á henni á ensku í september. 

Stella Soffía Jóhannsdóttir, verkefnastjóri útgáfu Forlagsins, segir að verið sé að skoða með útgáfu bókarinnar á íslensku en ekki liggi fyrir á þessari stundi hvenær hún kemur út á íslensku. 

Síðasta bók Michels Houellebecqs, Soumission eða Undirgefni, kom út daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur tímaritisins Charlie Hebdo og myrtu tólf manns. Á forsíðu þess tölublaðs tímaritsins, sem kom út þann dag, 8. janúar, var teikning af Houellebecq í tilefni af útkomu bókarinnar þar sem hann er látinn segja að 2015 muni hann missa tennurnar, 2022 muni hann halda upp á ramadan.

Bókin hafði vakið mikið umtal í nokkrar vikur áður en hún kom út því að í henni komast múslimar til valda í Frakklandi. Þar lætur Houellebecq sósíalista og hægri menn fylkja sér að baki frambjóðanda múslima í kosningum til að koma í veg fyrir að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, verði forseti. Le Pen hefur sagt að bókin sé „skáldsaga sem dag einn getur orðið að veruleika“. Fyrir árásina sögðu gagnrýnendur að Houellebecq léki sér að eldinum.

Daginn eftir árásina tilkynnti Houellebecq að hann hefði hætt við alla kynningu á bókinni. Viðtal við Houellebecq var sent út á mánudagskvöld á sjónvarpsstöðinni Canal+. Viðtalið var tekið daginn eftir árásina, en útsendingu þess var frestað um nokkra daga. Þar vísar Houellebecq því á bug að bókin gæti ýtt undir ótta við íslam og segir að ábyrgð höfundar á afleiðingum skáldskapar síns í raunveruleikanum sé engin. Hann láti ekki segja sér: „Þú ert frjáls, en sýndu ábyrgðarkennd.“ Málfrelsinu séu engin mörk sett. Árið 2001 sagði Houellebecq í viðtali að „heimskustu trúarbrögðin eru, horfumst í augu við það, íslam“ og vakti uppnám.

Í Undirgefni er Frakkland undir stjórn Mohammeds Bens Abbes, sem er sonur kaupmanns frá Túnis og með gráðu frá elítuháskólanum École Nationale d'Administration. Hann vill líkjast Ágústusi Rómarkeisara og innleiða menningu Norður-Afríku og Tyrklands í Evrópu. Með fjárfestingu frá Mið-Austurlöndum er franskur efnahagur í blóma. Sjaríalög gilda, fjölkvæni er löglegt og konur hylja sig á almannafæri og gerast húsmæður. Sögumaður gengur íslam á hönd til að halda stöðu sinni við Sorbonne.

Bók hans Platforme kom út árið 2001 og er þar fjallað um kynlífsiðnaðinn í Taílandi og þar framin hryðjuverkaárás á vinsælum næturklúbbi meðal Vesturlandabúa. Ári eftir að bókin kom út gerðu íslamskir öfgasinnar árás á bar og næturklúbb á indónesísku ferðamannaeyjunni Bali og létust 202 í árásunum.

Skáldsaga hans, Kortið og landið, kom út í þýðingu Friðriks Rafnssonar haustið 2012 en Friðrik hefur þýtt fjórar bækur hans á íslensku. Af því tilefni kom Houellebecq til Íslands og las upp úr bók sinni en áður hafði Friðrik þýtt Öreindirnar og Áform. 

Grein Friðriks Rafnssonar um rithöfundinn í TMM en þar kemur fram að forsaga Íslandsferðarinnar var sú að Friðrik hafði fyrir milligöngu sameiginlegs vinar samband við Michel Houellebecq í ágúst 2012 uppá von og óvon til að láta hann vita að nýjasta skáldsagan hans, Kortið og landið, kæmi út á íslensku í október og kanna um leið hvort hann hefði áhuga og tök á því að koma til landsins, kynna bókina og skoða sig aðeins um á landinu.

„Mér til mikillar undrunar og ánægju svaraði hann nokkuð fljótt og sagðist geta komið í lok september eða fyrripart október. Ákvörðunin um að bjóða honum var nokkur áhætta, bæði fyrir mig og útgefandann, Forlagið, enda hafði Houellebecq í þrígang þekkst boð um að koma hingað til lands en aldrei komist.

Fyrst var það árið 2001, en þá stangaðist ferðaplanið á við vinnu hans við erótíska kvikmynd. Tökur áttu einmitt að fara fram þá daga sem hann hafði fyrirhugað að koma hingað. Síðan var það 2003, en þá átti hann í verulegum persónulegum erfiðleikum og varð að hætta við. Loks var það 2011 þegar hann átti að koma hingað í boði Listahátíðar í Reykjavík og Alliance française, en þá vildi ekki betur til en svo að það fór að gjósa í Grímsvötnum daginn sem hann átti að koma svo að hann hætti við af ótta við að verða innlyksa hérlendis í óvissan tíma eins og tilfellið hafði verið um fjölda fólks þegar Eyjafjallajökull hafði gosið árið áður.“

Grein Guardian um nýju bókina

Áður en Michel Houellebecq hóf að skrifa skáldsögur, var hann lítt þekkt ljóðskáld í París, sem sá um tölvurnar í franska þinghúsinu til að eiga fyrir kvöldmatnum. Eitt sinn tók hann að sér að rita bók um Bandaríkjamanninn H.P. Lovecraft. Houellebecq hafði kynnst vísindaskáldsögum hans sem unglingur og þær höfðu haft djúpstæð áhrif á hann. Titillinn á bókinni var H.P.Lovecraft. Contre le monde, contre la vie sem þýðir "gegn heiminum, gegn lífinu". 

Skáldsögur Houellebecq: Extension du domaine de la lutte , Les Particules élémentaires (Öreindirnar í íslenskri þýðingu), Plateforme (Áform í íslenskri þýðingu), La Possibilité d'une île, La Carte et le Territoire (Kortið og landið í íslenskri þýðingu), Soumission (Undirgefni í íslenskri þýðingu) og nú Sérotonine.

Houellebecq, sem er harður andstæðingur Evrópusambandsins, skrifaði nýju bókina löngu áður en mótmælin hófust í Frakklandi fyrir tveimur mánuðum. Í bókinni fær hann sveitunga sína til þess að rísa upp og mótmæla, meðal annars með því að setja upp vegartálma á þjóðvegum Frakklands, líkt og gul-vestungar gerðu í nóvember.

Bóksalar segja að bókin hafi bókstaflega verið rifin út og í raun hafi ekkert annað selst í bókabúðum en hún fyrstu dagana eftir útgáfu. 

Houellebecq var heiðraður af franska ríkinu á nýársdag er Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veitti honum æðstu orðu ríkisins, Légion d'Honneur, fyrir framlag hans til bókmenntanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenju villandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenju villandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, í samtali við mbl.is. Meira »

„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“

Í gær, 20:08 „Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir á félagsfundi Pírata í gærkvöldi eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði tekið til máls. Meira »

250 krónur að pissa í Hörpu

Í gær, 19:58 Klósettgjald hefur verið tekið upp í Hörpu á ný. 250 krónur þurfa gestir og gangandi að reiða fram til að fá að létta af sér á tilkomumiklu salerninu í kjallara tónlistarhússins. „Ætli þetta séu ekki svona tuttugu gestir á klukkutíma,“segir Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum. Meira »

Ekki lagt hald á viðlíka magn áður

Í gær, 19:28 „Málið er í rannsókn og gerum okkur vonir um að það gangi hratt fyrir sig. Við vonumst til að ná að klára þetta í þessum mánuði og geta sent það til héraðssaksóknara,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is Meira »

Skilyrði til endurgreiðslu verði þrengd

Í gær, 19:13 Áformað er að þrengja þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá endurgreiðslu kostnaðar vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi, að því er fram kemur á vef samráðsgáttar stjórnvalda. Þannig stendur til að leggja aukna áherslu á að laða erlenda aðila til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis hér á landi. Meira »

Vatnsleki á stúdentagörðum

Í gær, 18:48 Tveir dælubílar frá slökkviliði voru kallaðir út að stúdentagörðum á Eggertsgötu 24 á fimmta tímanum í dag. Vatnslögn á fimmtu hæð hússins hafði farið í sundur og vatn lekið alveg niður á jarðhæð. Garðarnir sem um ræðir eru þeir sömu og kviknaði í fyrir viku. Meira »

Grunaðir um smygl á metamfetamíni

Í gær, 18:44 Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 28. júní. Meira »

Kynnti innleiðingu heimsmarkmiða

Í gær, 18:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í dag. Meira »

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

Í gær, 17:44 Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí. Meira »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

Í gær, 16:15 Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

Í gær, 16:08 Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Met slegið hjá HB Granda

Í gær, 15:40 „Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum,“ segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE. Meira »

Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

Í gær, 15:36 Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir að ef til vill hafi aldrei verið mikilvægara en nú að auka möguleika Íslands á að hafa áhrif á lagasetningu á fyrri stigum innan EES. Innleiðingarhallinn er 0,7%. Meira »

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

Í gær, 15:15 Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur. Meira »

Starfshópur skipaður en ekki dýralæknir

Í gær, 14:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október næstkomandi. Meira »

Tekjur af göngunum undir áætlun

Í gær, 14:03 Það sem af er sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið. Meira »
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...