Persónuvernd óskar eftir Klaustursupptökum

Persónuvernd hefur óskað eftir því að fá afhentar upptökur af …
Persónuvernd hefur óskað eftir því að fá afhentar upptökur af barnum Klaustri frá 20. nóvember sem og afriti af hljóðupptöku af samtali þingmannanna.sem Bára Halldórsdóttir tók upp. mbl.is/Hari

Persónuvernd hefur óskað eftir því að fá afhentar upptökur af barnum Klaustri frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sátu þar drykklanga stund og töluðu um samstarfsmenn sína og aðra með niðrandi hætti. Persónuvernd óskar sömuleiðis eftir því að fá afrit af upptöku Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þingmannanna.

Á vef Persónuverndar segir að nú þegar krafa um sönnunarfærslu fyrir dómi er ekki lengur til úrlausnar dómstóla hefur Persónuvernd haldið meðferð málsins áfram.

Persónuvernd hefur því orðið við beiðni Klaust­urþing­mannanna, sem segja skýr­ing­ar Báru á upp­tök­um henn­ar af sam­tali þing­mann­anna ótrú­verðugar. Fóru þeir fram á að Per­sónu­vernd afli mynd­efn­is sem sýni manna­ferðir fyr­ir utan hót­elið Kvos­ina og veit­inga­stof­una Klaust­ur. Þetta kem­ur fram í bréfi Reimars Pét­urs­son­ar, lög­manns fjög­urra þing­manna Miðflokks­ins, til Per­sónu­vernd­ar.

Niðurstöðu í málsmeðferð Persónuverndar er að vænta í fyrsta lagi um næstu mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert