Kostir stjórnvalda skýrir

Aðilar kjaradeilunnar hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær.
Aðilar kjaradeilunnar hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær.

Gagntilboði Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness var síðan hafnað af Samtökum atvinnulífsins. Ragnar segist skynja vilja stjórnvalda til að koma í gegn kerfisbreytingum, m.a. í húsnæðismálum.

„Síðan eru mál er snúa að verðtryggingunni sem eru í stjórnarsáttmálanum. Það ætti að vera auðsótt að sækja þar fram. Mitt mat á stöðunni er að þetta sé leysanlegt og það er til mikils að vinna fyrir alla aðila.“

Í umfjöllun um samningamálin í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar deilendur þó komna áfram í nokkrum málum. „Sérstaklega í húsnæðismálum. Ég held að það sé nokkuð breið sátt um að það þarf að gera eitthvað. Það eru bara aðrir þættir sem snúa að skattkerfisbreytingum, verðtryggingunni og öðrum kerfisbreytingum sem við höfum verið að þrýsta á sem standa út af borðinu og þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að skrifa undir samninga.“

Hann telur ljóst að samningar muni ekki nást nema með aðkomu stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert