Mótmæla við Landsbankann

Mótmælendur í gulum vestum merktum Sósíalistaflokki Íslands.
Mótmælendur í gulum vestum merktum Sósíalistaflokki Íslands. mbl.is/Eggert

Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð.

Mótmælendur eru margir hverjir íklæddir gulum vestum, líklega með tilvísun í mótmæli sem staðið hafa yfir mánuðum saman í Frakklandi, og eru merki Sósíalistaflokks Íslands sjáanleg á flestum þeirra.

Eins og sjá má á myndunum sem ljósmyndari mbl.is tók á staðnum eru Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, og Gunnar Smári Egilsson, formaður flokksins, meðal mótmælenda.

Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er meðal mótmælenda.
Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er meðal mótmælenda. mbl.is/Eggert

Laun bankastjóra Landsbankans voru hækkuð um 82% með tveimur launahækkunum á árunum 2017 og 2018 og hefur Lilja Björk 3,8 milljónir í mánaðarlaun.

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
Gunnar Smári ræðir við vegfarendur.
Gunnar Smári ræðir við vegfarendur. mbl.is/Eggert
Brut með bankaráðið.
Brut með bankaráðið. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert