Neitar því ekki að hafa átt við mæla

Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion vill ekki tjá sig er hann ...
Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion vill ekki tjá sig er hann er spurður hreint út um það hvort bílaleigan hafi átt við kílómetrastöðu í bílum sínum. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Misræmi hefur verið í kílómetrastöðum bílaleigubíla sem voru í eigu bílaleigunnar Green Motion, er bílarnir voru færðir inn til aðalskoðunar. Rúnar Laufar Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar, segir í samtali við mbl.is að þeir sem hafi keypt bíla af fyrirtækinu hafi alltaf haft vissu um rétta kílómetrastöðu bílanna en segist ekki ætla að tjá sig um það hvort bílaleigan hafi fært niður kílómetrastöður ökutækjanna.

mbl.is barst ábending um að hjá þessari tilteknu bílaleigu væri nokkur fjöldi bíla, sem væri með ranga kílómetrastöðu skráða á skoðunarferli í ökutækjaskrá Samgöngustofu.

Blaðamaður hefur skoðað upplýsingar um nærri fjörutíu bíla sem voru í eigu bílaleigunnar, en seldir á árunum 2017 og 2018.

Í sjö þeirra var misræmi í kílómetrafjölda á milli ára er þeir komu til aðalskoðunar og kílómetrafjöldinn á mælinum lægri en árið áður. Í einu tilfelli munar 120.000 kílómetrum á skoðunum áranna 2017 og 2018 og fleiri dæmi eru um að bílarnir hafi lækkað um nærri hundrað þúsund kílómetra á milli árlegra skoðana.

Spurður hreint út, hvort bílaleigan hafi sjálf verið að lækka kílómetrastöðuna, segir Rúnar:

„Ég ætla svo sem ekkert að tjá mig neitt frekar um það. Við þurfum bara að skoða hvert mál fyrir sig og hvað er að gerast með hvert mál fyrir sig. Alla vega, það sem að mér finnst mikilvægast að komi fram og mér finnst mikilvægast í málinu er að bílarnir voru ekki seldir með einhverjum sviksamlegum hætti, gagnvart kúnnum sem að keyptu þá.“

Í samtali við blaðamann í gær nefndi Rúnar einnig að „fólki“, væntanlega viðskiptavinum bílaleigunnar, sé „ekki vel við of mikið keyrða bíla“.

„Þetta er ekkert sem þú getur falið“

Rúnar hefur sent blaðamanni afsöl vegna þrennra bílaviðskipta, sem sýna fram á að kaupendur bílanna voru upplýstir um að kílómetrastaðan væri röng. Það er líka augljóst af skoðunarferli bílanna, sem kaupendur geta kynnt sér er bílaviðskiptin fara fram.

„Þetta er ekkert sem þú getur falið hvort sem er. Þegar að bíll er seldur þá ber bílasala að framvísa þessum gögnum við sölu og fara yfir þau og tilkynna nýjum eigenda. Það er í sjálfu sér enginn feluleikur með þetta að gera. Ef að talan er ekki rétt á mælinum þá kemur það bara fram þarna í skoðunarferlinu,“ segir Rúnar.

Þrír bílar til viðbótar voru seldir annarri bílaleigu sem „flök“ í varahluti og eru ekki lengur í umferð og sá fjórði seldist annarri bílaleigu árið 2017, þá í óökuhæfu ástandi, að sögn Rúnars.

Í sex tilfellum er um að ræða jeppa af gerðinni Jeep Grand Cherokee, en einn bílanna er Huyndai Tucson.

Rúnar segir Cherokee-jeppana vera breytta bíla sem hafi verið leigðir út í gegnum Iceland4x4, en rekstur bílaleigunnar er undir tveimur vörumerkjum. Annars vegar er það íslenskt vörumerki, Iceland4x4, og hins vegar er fyrirtækið með sérleyfi fyrir alþjóðlega bílaleigu, Green Motion. Bílaflotinn er hins vegar sameiginlegur, en fyrirtækið á um það bil 600 bílaleigubíla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...