Aðrar leiðir til að láta vita af veikleikum

Niclas Walter, forstjóri Mentor.
Niclas Walter, forstjóri Mentor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Niclas Walter, forstjóri InfoMentor, rekstraraðila skólaupplýsingakerfisins Mentor, segir fyrirtækið vita af öllum skrefum sem skráður notandi kerfisins tók þar, en viðkomandi tókst að finna veikleika í kerfinu sem gerði að verkum að hann gat sótt upplýsingar um kennitölur hundruða barna og forsíðumyndir þeirra. Hann segir að aðrar leiðir færar til að láta vita af veikleikum tölvukerfa heldur en þá sem foreldrið fór.

Niclas vill ekki upplýsa um það hver viðkomandi er, en segir að manneskjan sé foreldri skólabarns á Íslandi. Viðkomandi upplýsti í kjölfarið um veikleikann og var honum eytt í kjölfarið.

Spurður hvort fyrirtækið hafi lagt fram kæru vegna atviksins vísar hann til þess að skólarnir séu viðskiptavinir InfoMentor, en fyrirtækið hafi afhent allar upplýsingar málsins til persónuverndar. Hann segir það liggja ljóst fyrir af hálfu fyrirtækisins að viðkomandi hafi ekki haft annarlegan ásetning.

Eruð þið viss um að umræddur einstaklingur hafi ekki misnotað gögnin eða sé með þau enn?

„Viðkomandi hefur gefið okkur skriflega staðfestingu á því að hafa ekki nein vistuð gögn. Við getum séð nákvæmlega hvaða gögn viðkomandi náði að komast yfir og viðkomandi gat ómögulega breytt neinu í kerfinu,“ segir hann. Spurður hvort fyrirtækið geti vitað fyrir víst að ekki hafi verið misfarið með gögnin segir Niclas að það sé ekki hægt staðfesta það.

„Við getum ekki vitað það fyrir víst, en við höfum skriflega staðfestingu um það frá þessu foreldri um nákvæmlega það sem gerðist og afhendum hana persónuvernd. Það skal haft í huga að þessi manneskja hafði hefðbundinn aðgang að kerfinu sem foreldri,“ segir hann. Aðspurður segir Niclas fyrirtækið hafa upplýsingar um öll skref sem viðkomandi tók innan kerfisins.

Aðrar leiðir séu færar til að láta vita af veikleikum

Fyrirtæki víðsvegar um heim bjóða fólki verðlaun sem uppgötva veikleika í kerfum þeirra. Spurður hvort InfoMentor standi í einhvers konar þakkarskuld við foreldrið fyrir að hafa uppgötvað öryggisbrestinn segir Niclas að erfitt sé að segja það.

„Í rauninni erum við það ekki. Það er til hefðbundinn farvegur fyrir þá sem komast að einhverjum veikleikum í forritum, það er hægt að upplýsa fyrirtæki beint um það. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að við séum þakklát. Aðstæður eru ekki aðrar fyrir þessa manneskju, það er engin ástæða fyrir neinn til þess að gera nokkuð sem þetta,“ segir Niclas.

„Við höfum skrifað foreldrinu bréf þar sem fram kemur að aðrar leiðir séu færar til þess að gera svona hluti. Þ.e.a.s. það eru eru leiðir til þess að gera svona hluti [upplýsa um veikleika] og síðan aðrar leiðir til þess að gera prófanir. Viðkomandi hefði getað látið okkar vita að það væri möguleiki á því að ná gögnum út úr kerfinu og við hefðum þá umsvifalaust lokað þeirri leið,“ segir hann, en sem fyrr sagði tókst foreldrinu hvort tveggja að uppgötva veikleikann og ná út úr kerfinu gögnum um börnin.

„Það var ekki að okkar ósk sem þessi manneskja gerði þetta, en við höfum í framhaldinu farið eftir öllum ferlum og upplýst bæði viðskiptavin okkar og persónuvernd sem hefur gripið til aðgerða og við fylgjumst með,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...