MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar

Dómstólar hafa þegar dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við …
Dómstólar hafa þegar dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt miskabætur. mbl.is/Hanna

Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm vegna skipan dómara í Landsrétt 12. mars næstkomandi, en þá mun koma í ljós hvort skipanin standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu dómstólsins til málsaðila sem mbl.is hefur undir höndum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi manns sem stefnt hafði verið fyrir Landsrétt, telur að seta Arnfríðar Einarsdóttur í Landsrétti hafi verið brot á lögum mannréttindasáttmálans vegna skipunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á Arnfríði og þremur öðrum dómurum í Landsrétt, en hæfnisnefnd taldi aðra hæfari og voru lög því brotin við skipunina.

Dómstólar hafa þegar dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við réttinn miskabætur og var íslenska ríkið bótaskylt í máli þess fjórða, en Hæstiréttur taldi setu Arnfríðar ekki andstæða lögum og var því óskað eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu tæki málið fyrir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert