Bæta þarf lífskjör einstæðra foreldra

„Þó að heildarmyndin sé ágæt eru engu að síður óleyst ...
„Þó að heildarmyndin sé ágæt eru engu að síður óleyst vandamál,“ segir í skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bæta þarf lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra sem og barna öryrkja. Nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsóknarskýrslu um lífskjör og fátækt barna 2004-2016, sem kynnt var í dag.

Skýrslan var unnin af Kolbeini Stefánssyni félagsfræðingi að beiðni Velferðarvaktarinnar. Í rannsókninni er þróun lífskjara og lífsgæða barna rakin yfir tímabilið 2004-2016 með megináherslu á þrjú tímabil, þ.e. uppgangstímabilið 2005-2007, árin um og eftir hrun, frá 2008 til 2011 og endurreisnartímann 2012-2016.

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir skýrsluna gott innlegg í samfélagsumræðuna um stöðu barna. „Enn á ný er sýnt fram á að einstæðir foreldrar og börn þeirra eru viðkvæmasti hópurinn. Einnig fjölskyldur öryrkja. Bæta þarf stöðuna á húsnæðismarkaði til að létta á þessum hópum ásamt fleiri aðgerðum,“ er haft eftir Siv í tilkynningu.

Lífskjör barna á Íslandi góð heildina á litið

Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að á heildina litið eru lífskjör barna á Íslandi góð í samanburði við flest önnur Evrópulönd. Árið 2016 voru lífskjör barna mæld í jafngildum ráðstöfunartekjum þau sjöundu bestu í Evrópu, lágtekjuhlutfallið það þriðja lægsta og hlutfall barna sem bjuggu á heimilum í fjárhagsþrengingum var það sjöunda lægsta. Þá voru börn undir lágtekjumörkum á Íslandi ekki mjög langt undir mörkunum samanborið við flest önnur Evrópulönd. Það bendir til þess að vandinn sé ekki óyfirstíganlegur ef grípa á til aðgerða til að draga úr fátækt á meðal barna.

Þó heildarmyndin sé ágæt eru engu að síður óleyst vandamál. Það brýnasta er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra og einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hefur staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna, sérlega barna einstæðra foreldra og öryrkja.

Viðbrögð stjórnvalda við kreppunni náðu ekki að hlífa börnum 

Í skýrslunni kemur einnig fram að lífskjör barna versnuðu hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins og þrátt fyrir að lífskjör barna hafi batnað mikið eftir 2011 áttu börn lengra í land árið 2016 með að ná aftur lífskjörum ársins 2008 en aðrir hópar.

Börn sem búa á heimilum sem eru í viðkvæmri stöðu, svo sem börn einstæðra foreldra, öryrkja og atvinnulausra, voru mun líklegri til að búa við fjárhagsþrengingar en börn á heimilum sem ekkert ofangreint á við um. Hlutfall barna sem bjuggu við fjárhagsþrengingar jókst líka mun meira hjá börnum sem bjuggu á heimilum í viðkvæmri stöðu en þeim sem gerðu það ekki. Þar stóðu börn á heimilum sem urðu fyrir atvinnuleysi út úr. Það bendir til þess, að mati skýrsluhöfundar, að viðbrögð stjórnvalda við kreppunni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum kreppunnar sem skyldi. Börn komu verr út en almenningur, börn í viðkvæmri stöðu verr en þau sem voru það ekki.

Í lok skýrslunnar setur höfundur fram fjórar tillögur til að auka lífskjör barna og felast þær í að:

  1. Brúa umönnunarbilið
  2. Auka tilfærslur til einstæðra foreldra
  3. Veita börnum ókeypis skólamáltíðir sem búa við fjárhagsþrengingar
  4. Auka niðurgreiðslu tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar.

Tillögur í skýrslunni beinast að því að bæta lífskjör barna á Íslandi og mest þessara viðkvæmustu hópa og segir Siv að Velferðarvaktin muni skoða þær og skýrsluna í heild á næstunni.

mbl.is

Innlent »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Í gær, 12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

Í gær, 12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

Í gær, 11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

Í gær, 10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

Í gær, 10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

Í gær, 09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

Í gær, 09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

Í gær, 08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

Í gær, 08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...