Raki og mygla í Fossvogsskóla

Raki og mygla hafa ítrekað komið upp í húsnæði á …
Raki og mygla hafa ítrekað komið upp í húsnæði á Íslandi á undanförnum árum. mbl.is/Golli

Grípa þarf til róttækra aðgerða í Fossvogsskóla í Reykjavík vegna raka og myglu í skólahúsnæðinu. Þá er loftgæðum í skólanum ábótavant. Þetta kom fram á foreldrafundi síðdegis í gær. Ljóst er að umfangsmikilla framkvæmda er þörf og þær hefjast fljótlega.

Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri greindi aðstandendum nemenda frá stöðunni í bréfi í gær.  Reiknað er með að breytt skipulag á skólastarfi hefjist 18. mars.

Magnea Árnadóttir, móðir nemanda í 1. bekk, knúði á um úttekt á skólahúsnæðinu. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst hún hafa veikst vegna myglu á vinnustað, þekkja einkennin og finna fyrir þeim. Þegar sonur hennar byrjaði í skólanum í haust fann hún til einkenna og sá áberandi rakaskemmdir í skólanum. Sonur hennar hafði verið á Kvistaborg og veikst vegna myglu. Það sama gerðist í Fossvogsskóla, segir í frétt Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert