Þau samræmdu gengu „glimrandi vel“

Fyrirlögn samræmdra prófa í 9. bekk gekk með ágætum.
Fyrirlögn samræmdra prófa í 9. bekk gekk með ágætum. mbl.is/Eyþór Árnason

3.900 nemendur í 9. bekk í 149 skólum þreyttu samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrr í þessari viku. Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, segir próftökuna hafa gengið „glimrandi vel“ og að engir hnökrar hafi komið upp eins og í fyrra þegar villa í netþjónum stofnunarinnar olli því að sumir nemendanna komust ekki inn í rafræna prófakerfið til að taka prófið.

„Það eina sem kom upp var að rafmagn og netsamband fór af Grunnskólanum á Þórshöfn þegar krakkarnir þar tóku enskuprófið,“ segir Sverrir í umfjöllun um prófin í ár í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er annað árið í röð sem samræmd próf eru lögð fyrir nemendur í 9. bekk á þessum tíma árs. Áður voru prófin lögð fyrir nemendur í 10. bekk og um tíma voru þau notuð af framhaldsskólunum til að meta umsóknir nemenda inn í þá. Árið 2008 voru gerðar breytingar á prófunum og tilgangur þeirra að vera til upplýsingar fyrir nemendur og skóla. „Eftir breytinguna eru prófin fremur nýtt til þess að meta hvernig nemandanum gengur í hverjum námsþætti fyrir sig og meta hvað þurfi að gera til að bæta stöðuna ef þess er þörf,“ segir Sverrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »