Málþing vegna dóms MDE í beinni

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu varð til þess að Sigríður Á. Andersen …
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu varð til þess að Sigríður Á. Andersen lét af embætti sem dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í hádeginu í dag í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum sjöttu greinar Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum.

Málþinginu verður streymt í beinni útsendingu á vef Háskóla Íslands. Það hefst í Öskju klukkan 12 og lýkur klukkan 13.30. Og má einnig sjá hér fyrir neðan.

Dómurinn varð til þess að Sigríður Á. Andersen ákvað að víkja úr embætti dómsmálaráðherra og í stað hennar kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf á mánudaginn munnlega skýrslu á Alþingi um viðbrögð stjórnvalda við dóminum.

Á málþinginu verður efni dómsins rætt og eftirmál hans hér á landi. Framsögumenn verða Davíð Þór Björgvinsson, dómari í Landsrétti, Björg Thorarensen prófessor, Trausti Fannar Valsson dósent, Kristín Benediktsdóttir dósent og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og formaður dómarafélagsins.

Fundarstjóri verður Friðrik Árni Friðriksson Hirst doktorsnemi og framkvæmdastjóri Lagastofnunar.

Askja, hús Háskóla Íslands.
Askja, hús Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson
Davíð Þór Björgvinsson verður einn af framsögumönnum.
Davíð Þór Björgvinsson verður einn af framsögumönnum. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert