Í beinni: Katrín gefur skýrslu

Katrín Jakobsdóttir gefur munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi …
Katrín Jakobsdóttir gefur munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE á Alþingi kl. 14. mbl.is/Hari

Þingfundur hefst kl. 14 í dag, en þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gefa munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu.

Skýrsla Katrínar um málið er eini dagskrárliðurinn á Alþingi í dag og má búast við því að umræður þingmanna verði líflegar, enda var meirihluti Mannréttindadómstóls Evrópu harðorður í garð íslenskra stjórnvalda.

Ekki hefur komið fram hvernig íslensk stjórnvöld ætla nákvæmlega að bregðast við dóminum, að öðru leyti en því að ráðherrar hafa talað um að látið verði á það reyna hvort yfirdeild dómstólsins vilji taka málið upp.

Eins og fram hefur komið munu einungis 11 af 15 dómurum Landsréttar dæma í málum á næstunni.

Hægt er að fylgjast með útsendingu Alþingisrásarinnar hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert