Starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum

Mygla er í Vörðuskóla við Skólavörðuholt í Reykjavík.
Mygla er í Vörðuskóla við Skólavörðuholt í Reykjavík.

„Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við Morgunblaðið.

Greint var frá því á mbl.is í fyrradag að fundist hafa gró og sveppahlutar í Vörðuskóla, austan við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík. Voru það starfsmenn Ríkiseigna sem framkvæmdu skoðun á húsnæðinu, en þeir eru sagðir hafa haft nokkrar áhyggjur af ástandi hússins um skeið. Eftir að upp komst um hugsanlegt mygluvandamál í skólanum var tekin ákvörðun um að rýma húsnæðið og flytja starfsemi annað.

„Við erum heppin að því leyti til að við búum yfir kennslustofum annars staðar sem við getum nýtt. Það eru því allir ánægðir með að flytja upp í Sjómannaskólahúsið, það er fallegt hús,“ segir Hildur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert