Tvær athugasemdir borist

Þingmennirnir sex sem komu við sögu í Klausturmálinu. Efri röð …
Þingmennirnir sex sem komu við sögu í Klausturmálinu. Efri röð frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, auk Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrverandi þingmanna Flokks fólksins. Samsett mynd

Tvær athugasemdir við álit siðanefndar Alþingis um Klaustursmálið hafa komið inn á borð nefndarinnar. Sex þing­menn Miðflokks­ins sem fjallað er um í álitinu höfðu frest til dagsins í dag að bregðast við. Þetta staðfestir Steinunn Þóra Árna­dótt­ir annar tveggja varaforseta Alþingis sem var falið að fjalla um málið.

Hvorki fékkst upp gefið frá hverjum athugsemdir bárust né hvort fleiri þingmenn stæðu saman á bak við hverja athugasemd. Steinunn Þóra bendir á að dagurinn sé ekki liðinni og því gætu fleiri borist.

Ekki hefur verið boðað til fundar í nefndinni. „Við eigum eftir að setjast niður og ákveða hvert framhald málsins verður,“ segir Steinunn Þóra. 

Álitið lýt­ur að um­mæl­um sex þing­manna á veit­inga­stof­unni Klaust­ri bar 20. nóv­em­ber 2018 og mögu­legu broti þeirra á siðaregl­um fyr­ir alþing­is­menn. Í álitinu kemur meðal annars fram að sam­talið sem átti sér stað og náðist á upp­töku geti ekki tal­ist einka­sam­tal.

mbl.is