Einhverjum svíður eftir síðustu samninga

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Höfrungahlaupið svokallaða er nánast óumflýjanlegt hér á landi að mati Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar, vinnumálasérfræðings og dósents við HÍ. Iðnaðarmenn, BHM og framhaldsskólakennarar eru meðal þeirra sem eru með lausa kjarasamninga og vilja þessir hópar að menntun sé metin til launa.

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, sagði til að mynda í gær að lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í síðustu viku, væru ekki nægur grundvöllur fyrir nýrri þjóðarsátt. Kjarasamningur framhaldsskólakennara losnaði 31. mars en grunn- og leikskólakennarar eru með lausa samninga í sumar.

Ekki óþekkt staða hér á landi

Gylfi segir að staðan nú sé ekki óþekkt. Hann telur að það færi betur ef heildarsamráð væri á vinnumarkaði, ekki hlutasamráð. Þrátt fyrir að tæplega 100 þúsund manns séu í þeim stéttarfélögum sem skrifuðu undir lífskjarasamninginn í síðustu viku sé allur opinberi vinnumarkaðurinn og iðnaðarmenn eftir.

„Það hefði samt sem áður verið erfitt að koma heildarsamráði að því samningar eru lausir á mismunandi tímum,“ segir Gylfi. Hann bendir þó á að samtal hafi átt sér stað með aðilum vinnumarkaðarins vegna kjarasamninga í heilt ár.

Frá undirritun lífskjarasamninga í síðustu viku.
Frá undirritun lífskjarasamninga í síðustu viku. mbl.is/​Hari

Margir önduðu léttar þegar langri og strangri samningalotu SA við verkalýðsfélögin sem skrifuðu undir kjarasamning í síðustu viku lauk. Spurður hvort hann telji samningaviðræðurnar fram undan jafnvel erfiðari segir Gylfi að erfitt sé að segja til um slíkt en ljóst væri að einhverja hópa sviði enn síðan í síðustu samningum.

„Þar má nefna hjúkrunarfræðinga sem „losna undan gerðardómi“ þar sem þeim var dæmdur kjarasamningur. Þeir koma þá með eitthvað sem þeir telja að hafi vantað,“ segir Gylfi en gerðardómur hjúkrunarfræðinga losnaði 31. mars.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/​Hari

Horft til ævilauna

Opinberir starfsmenn tala mikið fyrir því að meta menntun til launa og bendir Gylfi á að í því samhengi sé horft til svokallaðra ævilauna. „Fólk innan BHM er með mikla menntun á bakinu og kemur seint út á vinnumarkaðinn, kannski tíu árum á eftir þeim sem eru ekki langskólagengnir. Það fólk vill meta laun frá byrjun náms og ofan á það bætast námslánin,“ segir Gylfi.

Auk þess sé rætt um starfsumhverfi, mikið álag og kulnun í starfi. „Það sést að sjúkrasjóðir opinberra starfsmanna eru að tæmast og verið er að breyta úthlutunarreglum.“

Að mati Gylfa eru nýgerðir lífskjarasamningar ágætisgrunnur en lengd samningstímans, til 2022, er það besta við hann. „Það er svo mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika að hafa svona langan samning til að það sé hægt að skipuleggja sig til lengri tíma.“

mbl.is

Innlent »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »
Til sölu spónlagðar plötur eik, mahogan
Til sölu spónlagðar plötur eik, mahogany og beyki, 60 x280 cm. 16 mm þykkar. Ver...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þeku
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þekur 12.5cm. Verð kr. 550 lm án vsk. Uppl. s...