Allt jafn líklegt og ólíklegt

Jón Þröstur Jónsson.
Jón Þröstur Jónsson.

Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi en síðast sást til hans rétt fyrir hádegi 9. febrúar síðastliðinn.

Daníel Örn Wiium, bróðir Jóns, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé lítið sem fjölskyldan geti gert annað en að halda áfram að minna á málið.

„Við erum bara í því að reyna að halda póstinum gangandi. Það vita allir af þessu úti. Það er eiginlega enginn sem hefur ekki heyrt um þetta. En það er voða lítið sem hægt er að gera eins og er,“ segir Daníel.

Hann segir að fjölskyldan hafi reynt eftir bestu getu að skiptast á að fara út til Írlands. Daníel hafi þó þurft að einblína á nám sitt upp á síðkastið en hann kláraði síðasta lokaprófið í gær. Þá stefnir hann að því að fljúga til Írlands í dag til að taka við af systur sinni sem er nýkomin heim frá Dublin.

Hann segist stefna á að nýta tímann vel úti og vill reyna að komast í fjölmiðla til að dreifa upplýsingunum sem víðast. Þetta telur hann vera það mikilvægasta sem hægt sé að gera í augnablikinu. Jafnframt stefnir Daníel á að funda með írsku lögreglunni á miðvikudaginn og reiknar með að fá þá meiri upplýsingar um hver staða rannsóknarinnar sé, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »