Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

mbl.is/Hjörtur

Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu, segir að slökkviliðsmenn hafi þurft að rífa klæðningu af veggjum innanfrá og gólffjalir til að komast að eldinum en mikill reykur var í húsinu.

Töluverðar reykskemmdir urðu í húsinu en Pétur segir að betur hafi farið en á horfðist. Talið er að kviknað hafi í út frá kamínu en nánari rannsókn á upptökum eldsins fer fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert