Ekið á barn á Hringbraut

Tvö slys á börnum hafa orðið í umferðinni á Hringbraut …
Tvö slys á börnum hafa orðið í umferðinni á Hringbraut á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að ekið hafi verið á barn á gangbraut á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa.

Mikil umræða varð um umferðaröryggi á sömu slóðum eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla 9. janúar síðastliðinn. Þorsteinn segir að í kjölfar fyrra slyssins hafi verið samþykkt að lækka hámarkshraða úr 50 kílómetra hraða niður í 40. Segir hann að lögreglustjóri hafi þegar auglýst breytinguna í Stjórnartíðindum og að stefnt sé á að setja upp skilti með breyttum hámarkshraða í maí.

„Í leiðinni ætlum við að setja upp hraðavaraskilti sem blikka ef þú ekur of hratt,“ segir Þorsteinn. Einnig segir hann að samþykkt hafi verið að lýsing á svæðinu verði bætt og gönguleiðir gerðar meira áberandi. Vonast hann til þess að þessar breytingar verði kláraðar á árinu.

Þorsteinn segir að fleiri breytingar séu í bígerð á næsta ári en þá er á dagskrá að skipta út öllum umferðarljósabúnaði á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið og vestur úr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert