„Ísland er gæðavara og mun alltaf vera“

Mikilvægt er að bjóða ferðamönnum gæði fyrir að verð sem ...
Mikilvægt er að bjóða ferðamönnum gæði fyrir að verð sem þeir greiða hér á landi. mbl.is/Eggert

„Greinin stendur almennt vel til að taka á móti þessum mótbyr sem nú gengur yfir en þó eru vissulega fyrirtæki sem standa verr en önnur. Eftir svona mikinn vöxt síðustu ár þá er allt í lagi að aðilar setjist aðeins niður og gefi sér tíma til að móta stefnu í ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður verslunar og þjónustu hjá Íslandsbanka, í samtali við mbl.is.

Íslandsbanki gaf í dag út nýja skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, áskoranir hennar þessa dagana og rekstararumhverfi fyrirtækja í greininni. Mbl.is ræddi við Kristínu Hrönn ásamt Elvari Orra Hreinssyni, sérfræðing í greiningu hjá Íslandsbanka og höfund skýrslunnar.

Hægari fjölgun ferðamanna komið aftan að aðilum

 „Í skýrslunni er farið yfir rekstarniðurstöður og þær dregnar saman fyrir árið 2017. Þá voru rekstrarskilyrði að mörgu leyti erfið, krónan náði sínum sterkustu gildum og það var fyrsta árið þar sem hægði á fjölgun ferðamanna í núverandi uppsveiflu. Einhverjir voru ef til vill að spýta í lófana , tilbúnir að taka við áframhaldandi hröðum vexti, sem varð svo ekki raunin og gæti það hafa komið aftan að einhverjum,“ segir Elvar Orri.

Þá hafi vaxandi samkeppni og verðþrýstingur í flugrekstri einnig haft áhrif á tekjuvöxt í greininni. Elvar Orri segir tölurnar benda til þess að þessari þróun hafi ekki verið mætt með nógu mikilli kostnaðarhagræðingu á sínum tíma og því hafi rekstrarniðurstöður farið versnandi.

Vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar láta ekki á sjá þrátt fyrir ...
Vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar láta ekki á sjá þrátt fyrir bakslög í ferðaþjónustu. mbl.is/Eggert

Krónan hafi hins vegar veikst talsvert síðan og gjaldþrot WOW air haft mildari áhrif en séð hafði verið fyrir. „Staðan er nokkuð björt og við teljum enga ástæðu til svartsýni til lengri tíma litið. Þetta veltur fyrst og fremst á því hversu vinsæll áfangastaður Ísland er og þrátt fyrir bakslög í hinum og þessum þáttum í greininni, þá er ekki að sjá á vinsældum Íslands sem áfangastaðar,“ segir Elvar Orri.

Mikilvægt að auka verðmæti á hvern ferðamann

Hingað til hefur verðmætaaukning í ferðaþjónustu á Íslandi fyrst og fremst verið drifin áfram af fjölgun ferðamanna. Nú þegar hægir á fjölgun blasir við áskorun við að auka verðmæti á hvern ferðamann til þess að viðhalda verðmætaaukningu í greininni.

„Nú reynir á greinina að horfa meira inn á við,“ segir Elvar Orri og segir stefnumótun mikilvæga í því samhengi. Aðilar þurfi að spyrja sig hvers konar ferðamenn við viljum laða hingað til lands og móta út frá því skýra stefnu og nota markaðssetningu til að herja á betur borgandi ferðamenn.

Kristín Hrönn tekur undir með Elvari Orra. „Komið hefur fram að Ísland er einn af dýrustu áfangastöðum heims, ef ekki sá dýrasti, og það er afar ólíklegt að einhverntíma verði ódýrt að koma hingað.“

Þurfum að bjóða gæði í samræmi við verð

„Í einföldu máli er Ísland gæðavara og mun líklega alltaf vera það og við þurfum að kappkosta við að veita ferðamanninum gæði til samræmis við það háa verð sem hann borgar,“ bætir Elvar Orri við.

Eins og áður segir hafði gjaldþrot WOW air mildari áhrif en spáð hafði verið fyrir um þó endanleg áhrif séu ekki komin fram að fullu og telja Kristín Hrönn og Elvar Orri markaðshlutdeild Icelandair, sem nú er 72%, ekki endilega sérstakt áhyggjuefni. Staðan sé svipuð og hún var áður en WOW air fór að stækka eins og raun bar vitni. Auk þess séu hið minnsta 25 önnur flugfélög sem fljúgi hingað til lands og ferðamenn séu því ekki háðir Icelandair til að komast hingað til lands. „Það er líka þannig að ef áfangastaður er vinsæll og eftirsóttur, þá munu önnur flugfélög grípa inn í það tómarúm sem myndast,“ segir Kristín Hrönn.

Tryggja þarf aukin verðmæti frá þeim ferðamönnum sem hingað koma.
Tryggja þarf aukin verðmæti frá þeim ferðamönnum sem hingað koma. mbl.is/Eggert

Elvar Orri og Kristín Hrönn eru bæði bjartsýn varðandi framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi og að með skýrari stefnumótun og aukinni hagræðingu, svo sem með sameiningu smærri fyrirtækja, séu Íslandi sem áfangastað allir vegir færir.

„Arðsemi greinarinnar hefur verið að minnka, en búast má við því að þetta ár verði einnig erfitt, jafnvel erfiðara en síðustu tvö ár.,“ segir Kristín Hrönn. „En sé rétt spilað úr þeim tækifærum sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir ætti rekstrarumhverfi fyrirtækjanna að vera hagfellt til lengri tíma litið.

mbl.is

Innlent »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »

143 milljóna sekt vegna skattsvika

15:12 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Þá er honum gert að greiða rúmar 143 milljónir króna í sekt eða sæta ellegar eins árs fangelsi. Héraðssaksóknari gaf út ákæruna í mars síðastliðnum. Meira »

Smærri vélar til Manchester í sumar

14:47 Icelandair mun nýta flugvélar úr innanlandsflugi Air Iceland Connect, af gerðinni Dash-8 Q400, sem geta tekið um 70 farþega, til þess að sinna áætlunarflugi til Manchester á Englandi og Dublin á Írlandi í sumar. Þetta staðfestir Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði Icelandair. Meira »

Brýnt að tryggja rekstrargrundvöllinn

14:10 Ríkisendurskoðandi leggur til fjórar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni um starfsemi Íslandspósts, sem var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun og hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Meira »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »

Vilja kvóta til að flytja inn lambakjöt

13:05 Skortur á lambahryggjum er staðreynd, ef marka má Samtök verslunar og þjónustu. Þar á bæ hvetja menn til þess að skoða það hvort úthluta megi tollkvóta til innflutnings á lambahryggjum. Meira »

Mótorhjólum ekið utan vega

13:00 „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður í samtali við mbl.is. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt utanvegaakstur á jarðhitasvæðinu við Sogin í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs til lögreglu. Landvörður kom auga á förin 9. júní og kæra var send fimm dögum síðar. Meira »

400 metra borgarísjaki innan breiðunnar

12:57 Hafísbreiðan undan Vestfjörðum er nú næst landi um 34 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 40 sjómílur norður af Kögri. Um 400 metra langur borgarísjaki er innan breiðunnar. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

12:44 VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Er með virkilega vel með farinn Volkswa
Er með virkilega vel með farinn Volkswagen Polo 1,2 ltr til sölu Kóngablár og mj...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...